Leikskólinn Aðalþing, Aðalþingi 2, 203 Kópavogi Sími 515 0930

ljsa_7.jpg

Ljósheimar

Vefurinn er tileinkaður þróunarverkefninu Ljósheimar í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Ljósheimaverkefnið fjallar um ljós og skugga og tengsl þess við leikskólastarf. Á hliðarstikunni eru tenglar á einstaka verkefni, skráningar og annað sem tengist efninu á einhvern hátt. Á öllum síðum er merki Aðalþings, (lógó) ef smellt er á það er það í leiðinni tengill yfir á vef leikskólans Aðalþings.

Verkefnið fékk styrk úr Sprotasjóði menntamálaráðuneytisins fyrir veturinn 2010 -2011. Vefurinn er leið leikskólans til að kynna verkefnið og er jafnframt hluti af skýrslu um það til sprotasjóðs. Við vonumst til að vefurinn eigi eftir að gagnast leikskólum til að fá hugmyndir til að vinna með ljós og skugga og jafnvel skráningar.

ljós á vegg

 

 Ljósið kemur langt og mjótt - logar á fífustöngum

Heimur ljóss og lita er okkur flestum hugleikinn. Rannsóknir hafa sýnt að bæði ljós og litir hafa áhrif á líðan okkar. Með litum og ljósi er hægt að breyta umhverfinu á margvíslegan hátt. Rými geta öðlast nýtt líf. En hvað er ljós, hvað er litur, hvað er myrkur? Í verkefni sem fjallar um ljósið og möguleika þess eru þetta mikilvægar spurningar. 

Fyrir þá sem vilja vita meira er bent á stjörnufræðivefinn og á vísindavefinn. þar er t.d. hægt að fá að vita hvað ræður liti ljóssins eða af hverju himinninn er blár og margt margt fleira.

  fifur_og_str.jpg

Ljósið kemur langt og mjótt,

logar á fífustöngum.

Halla kerling fetar fljótt,

framan eftir göngum.