Kristin Dýrfjörð

Sarpur Ditten og datten

Matur og námsgögn í leikskólum borgarinnar

Um gjaldfrelsi á tímum niðurskurðar Einu sinni var ég leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg, eitt af því sem aldrei var sparað á þeim tíma var matur. Ég man varla eftir að hafa heyrt talað um að láta matarpeningana duga í þá daga. Nýlega ræddi ég við leikskólastjóra hjá borginni sem er stærsti rekstraraðili leikskóla í landinu, hún […]

Heimagerðir litir

Stundum finnst mér gaman að fikta og prófa mig áfram. Ég hef í gegn um tíðina rekist á heimgerða liti og stundum hugsað að það væri gaman að gera tilraunir og sjá hvort þeir virka þegar upp er staðið. Við vitum jú að myndlistamenn fortíðar blönduðu sína eigin liti. Grunnurinn var gjarnan eggjarauða (tempera litir). […]

Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra

Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri  það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]

Leikskólinn? Er hann svo frábær?

Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]

Þegar sólin er pensill og jörðin strigi

Ég elska sólina, ekki bara vegna þess að hún vermir eða vegna þess að henni fylgir oft heiður himinn og glatt sinni. Heldur einmitt vegna andstæðu hennar, veröld skugganna. Ég get setið daginn út og inn og fylgst með skuggum. Horft á ljósbrotin í stofunni hjá mér, á gangstéttum, á húsunum sem standa næst mér. Í sundi […]

Byggt fyrr og nú

Nýlega áskotnuðust mér ljósmyndir úr leikskólastarfi frá því fyrir um 50 árum síðan. Myndirnar sýna börn og starfsfólk við dagleg störf. Þau, byggja, teikna, lesa, leika úti og inni. Ég horfði á þessar myndir og hugsaði hvað margt væri nú með svipuðu sniði enn þann dag í dag. Sumt hefur auðvitað breyst en börnin breytast […]

Lýðræðisuppeldi og agi og örlítið tengt núvitund

Kristín Dýrfjörð, apríl 2014 Á Íslandi hefur umræða um aga og agavandmál verið vinsæl hjá hverjum samtíma. Þegar horft er til baka virðist sem sömu álitamálin og jafnvel lausnir komi fram aftur og aftur. Börnin eru óhlýðin og fyrtin og öllu siðferði virðist fara aftur. Hver kynslóð telur að sú sem á eftir kemur sé agalausari og […]

Ef þú vilt drepa frumkvæði, verðlaunaðu það. Getur verið neikvætt að hrósa/verðlauna börn?

Sumarið 2000 var haldin hér á landi merkileg ráðstefna um Öfga öfganna,um áhrif flóða á umhverfið, einn fyrirlesarinn var prófessor Victor R. Baker frá Arizona í Bandaríkjunum en hann ræddi um flóð á plánetunni Mars. Með honum í för var kona hans Pauline Baker sem þá hafði nýlega sigrast á krabba og var ferðin hingað hennar eigin […]

Vinátta barna

Flest börn eiga vini, flest eiga þau sér vini af sama kyni og á svipuðum aldri, en ekki öll, sum börn eiga vini af hinu kyninu og sum börn eiga ekki vini. Sum börn í leikskólum eru einmana. Það er áhyggjuefni. Þetta kom fram í afar áhugaverðum fyrirlestri Fannýjar Jónsdóttur í KHÍ þann 23 apríl 2008. Umfjölunnin […]

Hið faglega sjálf

Eftirfarandi færslu skrifaði ég og birti ég fyrir nokkrum árum á blogginu mínu. Ástæðan var að ég hafði fengið athugasemdir frá utanaðkomandi aðilum um skoðanir mínar, svo langt gekk það að ákveðinn aðili taldi sig þurfa að kvarta formlega við samstarfsfólk mitt og yfirmenn. Í framhaldi velt ég fyrir mér skoðunum mínum og hversu opinberar […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar