Kristin Dýrfjörð

Laupur, lifandi eða dauður

58933416_10156139814057374_6865066487451746304_n

Ég að hugsa málið

Ég borgaði ekki hýsingrgjaldið fyrir síðuna Laup, þegar hún var á endurnýjun, hef nefnilega stundum velt fyrir mér gagnsemi hennar. En hef samt haldið henni úti frá því í apríl 2012. Fyrir um hálfum mánuði lokaði hún og hvarf af netinu. Einn notandi hafði samband, vantaði upplýsingar sem ég hafði ekki. Hef nefnilega aldrei vistað hjá mér sérstaklega þar sem fer inn á síðuna. Þegar hún skrifaði mér átti ég örfáa daga eftir til að hugsa málið, áður en síðunni og öllu sem henni tilheyrir hefði verið strikað út af internetinu að eilífu. Á sama tíma skrifaðist ég á við vinkonu í útlöndum sem heldur út stórri alþjóðlegri síðu, hún var í sömu sporum, ætti  hún að leggja umtalsvert fé til að halda utan um síðuna, ætti hún að færa sig yfir á ódýrar bloggsíður. Hún var byrjuð að hlaða niður eigin efni til að missa það ekki. Ég hafði hinsvegar slegið þá hugmynd út af borðinu að fara á aðra og ódýrari síðu og ekki gert neinar ráðstafanir með efnið mitt. Enda er ég ekki með jafn margar færslur hér að jafnaði og hún er með á sinni síðu. Hún nennti ekki að færa sig en hennar mál leystust með óvæntri fjármögnun. Ég lét mína áskrift renna út. Fékk bakþanka þegar ég var spurð um tiltekna færslu, hugsaði ég ætti kannski að borga til að geta í það minnsta hlaðið niður færslum sem ég vil kannski eiga. Já og svo gögnin sem ég geymi á baksíðum. Alla vega borgaði ég, en það er ljóst miðað við að aðein einn aðili saknaði síðunnar skiptir hún litlu máli í heildarsamhenginu.

Síðan hér enn um stund. Við sjáum hvað setur.  KD Apríl , 2020

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar