Kristin Dýrfjörð

Skuggabrúður

Bæði ljósið og myrkrið eru okkur hér á landi hugleikið. Okkur sem búum í landi öfganna, þar sem sólin skín lengi, lengi og þar sem svartamyrkur ræður ríkjum daga langa. Við þurfum að læra að meta kosti beggja. Að umvefja myrkrið og möguleika þess eins og við tökum fagnandi á móti vorinu með sína björtu […]

Að umbreyta heiminum felst í að umbreyta gildandi uppeldisaðferðum

Titilinn hér að ofan er þýðing á orðum Janus Korczak (1878-1942) en hann setti sér ungur það markmið að breyta heiminum, gera hann barnvænni. Til þess að það væri mögulegt taldi hann að það þyrfti að breyta hugsanagangi fólk, fá það til að skynja og koma fram við börn á annan hátt en þá tíðkaðist. […]

Þátttökustig Arnstein í leikskólasamhengi

Árið 1969 setti Sherry Arnstein fram kenningu í stjórnmálafræði um þátttöku og skilgreiningar á henni (Arnstein, 1969). Kenning Arnstein náðu nokkurri útbreiðslu innan stjórnmálafræða og seinna vann Hart upp úr henni módel sem snéri að því að meta þátttöku barna í skólum og frístundastarfi  (þátttökustigi Hart) sem margir kannast við og nota jafnvel í starfi […]

Það er hægt að læra að vera góður sögumaður

Margir sem þekkja mig vita að eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í leikskólum er að segja börnum sögur og að mörgum börnum finnst líka gaman þegar ég segi sögur. Nú undafarið hef ég verið að lesa alveg dásamlega bók um sögur eftir sögukonuna og barnabókahöfundinn Margaret Read MacDonald, en hún er einmitt á […]

Áhrif fjölmiðla á leik barna

Samkvæmt Aðalnámskrá á að tengja starfið í leikskólanum því umhverfi og menningu sem barnið lifir og hrærist í. Þar er lögð áherslan á þá menningu sem hægt er að skilgreina sem fullorðinsmenningu. Menning hefur m.a. verið skilgreind sem þær: Hugmyndir, gildi, reglur og norm sem við meðtökum frá eldri kynslóðum og við viljum að næst […]

Eru börnin strengjabrúðustjórnendur?

  Er munur á að hlusta á börn eða elta hugmyndir barna?  Áður en ég kem að því vil ég fá að deila með lítilli frásögn með lesandanum, sumir geta meira að segja speglað sig í henni. Vorið 2008 hlustaði ég á kynningu á þróunarverkefni í leikskóla. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni margra leikskóla til […]

Frjáls leikur – hvað er það?

Nýlega hef ég tekið þátt í samræðum um skilning leikskólakennara á leik barna. Ég hef t.d. komist að því að fólk leggur oft annan skilning í hugtakið leik en leikskólakennarar gera.  Á meðal þess eru mörkin á milli tegunda leiks. Sem dæmi þegar tvö börn sitja og spila lúdó eða veiðimann telja fæstir leikskólakennarar að […]

Veðurfréttamaðurinn

Leikur barna getur tekið á sig ýmsar myndir. Á meðal einkenna hins frjálsa leiks er að hann sé sjálfsprottinn og að börnin semja leikreglurnar sjálf, oft eru þau að túlka og endursemja upplifanir  sínar í leik. Stundum fara fullorðnir inn í leik barna. Þeir eiga hinvegar til að tímasetja innsetningar sínar úr takti við leikinn, […]

Ljósheimar Aðalþings

Nýlega var opnaður vefur á vegum leikskólans Aðalþings í Kópavogi um þróunarverkefni sem þar var unnið í tengslum við ljós. Vefurinn hefur eins og verkefnið sjálft hlotið nafnið Ljósheimar. Þó svo að vefurinn sé hluti af verkefni Aðalþings er hann lauslega tengdur þessari síðu.  Ljósheimaverkefnið stóð yfir veturinn 2010 – 2011 og fjallaði um hvernig […]

Að nota sögusteina

Í nýlegri færslu hér sagði ég frá sögusteinum sem ég hef verið að sjá á bloggum leikskólakennara víða um heim. Í framhaldið ákvað ég að tína nokkra steina og mála á  einfaldar myndir. Í framhaldið ákvað ég að prófa þá í sögugerð með Sturlu sem er nýorðinn fimm ára. Sturla er vanur að hlusta á mig […]

Boðskapur Bínu

Hluti af tilvísunarramma leikskólans  eru þær barnabækurnar sem þar eru lesnar. Þær hafa sjálfstætt gildi á margan hátt. Í fóstrunámi mínu voru nokkrir áfangar um barnabækur og gildi þeirra fyrir börnin og uppeldisstarfið. Hluti af náminu var að greina barnabækur og skoða frá mismunandi sjónarmiðum; er þeim ætlað að vera upplýsandi, skemmtandi? Eru þær yfirfullar […]

Barnamenning

Á síðari árum hafa fræðimenn fjallað um að börn séu afmarkaður hópur með eigin menningu, hér nefnd barnamenning. Meðal þeirra sem hafa fjallað um uppruna barnamenningar er Winnicott (1982) sem telur að hún verði til á svæði þar sem barnið annarsvegar og umhverfið hinsvegar mætast. Á þessu svæði myndast spenna sem er uppruni menningar og […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar