Kristin Dýrfjörð

Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska

Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.

Yngstu börnin í leikskólum í Danmörku

Að það þarf að gæta þess að það séu alhliða tækifæri sem styðja  og ýta við öllum börnum.

Það þarf að skoða betur þá ramma sem settir eru um leik barna, sérstaklega þarf að skoða hvernig aðstæður tryggja samfelldan langan leik, þar sem börn fá tækifæri til að sökkva sér í það sem þau hafa áhuga á hverju sinni.

Almennt þarf að styðja við leik þannig að ÖLL börn eigi rík tækifæri til að sökkva sér í leik, líka þau börn sem eiga erfitt með það

Svefn – hvíld leikskólabarna

Svefn og hvild barna hefur verið umræðuefni í leikskólum landsins svo lengi sem elstu kerlingar  (og karlar) muna. Oft vegna þess að hugmyndir og óskir foreldra fara ekki saman við hugmyndir og skipulag leikskólans. Sennilega er það svo að það verður aldrei fullkominn samhljómur þarna á milli. Fæsta leikskólakennara langar að vera í slag við foreldra […]

Sameinuð athygli

Sameinuð athygli (joint attention) er hugtak sem notað er meðal annars þegar verið er að fjalla um þroska barna. Sameinuð athygli  á sér stað þegar tveir einstaklingar deila athygli á sama hlutinum. Henni er náð með því að annar einstaklingurinn beinir athygli hins (t.d. með augnaráði, bendingu með eða án orða). Þegar einstaklingur bendir öðrum […]

Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans  á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]

Yngstu börnin í leikskólanum

Í útlöndum eru hagfræðingar sem hafa tekið að sér að reikna út samfélagslegan ágóða af því að börn komist sem fyrst inn í leikskóla og ekki bara leikskóla heldur skóla þar sem gæði eru mikil. Einn þessara hagfræðinga sem mikið er vitnað til er James Heckman en hann hlaut einmitt nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2000 og […]

Leikdeig án salts

Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]

Leikdeig – þægileg uppskrift

Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, […]

Fornaldarviðhorf í Hafnarfiði – lokun leikskólans Bjarma

Ungbarnaleikskólinn Bjarmi var stofnaður í Hafnarfirði 2008, frá upphafi hefur markmið hans verið að þróa gæðaleikskólastarf með yngstu borgurunum. Í byrjun var hann opinn öllum hópum en hin síðari ár hefur hann helst gengt félagslegu hlutverki fyrir utan að vera iða hugmynda um starf með yngstu börnunum. Félagslegt hlutverk hans birtist ekki síst í að […]

Lýðræði með eins til þriggja ára – samverustundir

Í nýjasta Bagspejlet er m.a. fjallað um rannsókn á samverustundum með yngstu börnunum, möguleg áhrif þeirra og þátttöku. Rannsóknina gerðu þær Eide, OS og Samuelsson (2012) og hún tekur til mikilvægi þess að leikskólakennarinn þori og geti svolítið leikið af fingrum fram, þori að grípa boltann frá börnunum og gefa hann aftur. Í umfjölluninni er […]

Öryggislaus börn – tilfinningalega vanrækt börn

Í Bretlandi var nýlega fjallað um rannsóknir á tengslum ungra barna og foreldra. Helstu niðurstöður eru í þá átt að eitthvað mikið sé að í tenglamyndun um 40% barna og foreldra þeirra, tengslin séu ekki eins sterkt og þau ættu að vera.  ÞAð er forvitnilegt að vita hvernig þessu er farið hér? Tengslaskortur er aðallega […]

Leikur ungbarna

Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]

Ljósheimar Aðalþings

Nýlega var opnaður vefur á vegum leikskólans Aðalþings í Kópavogi um þróunarverkefni sem þar var unnið í tengslum við ljós. Vefurinn hefur eins og verkefnið sjálft hlotið nafnið Ljósheimar. Þó svo að vefurinn sé hluti af verkefni Aðalþings er hann lauslega tengdur þessari síðu.  Ljósheimaverkefnið stóð yfir veturinn 2010 – 2011 og fjallaði um hvernig […]

Könnunarleikur

Í mörgum leikskólum þar sem yngstu samborgararnir (1-2ja ára) dvelja er könnunarleikurinn vinsæl aðferð yngstu barnanna til að rannsaka umhverfi sitt. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að […]

Þátttökuaðlögun

Þátttökuaðlögunin byggist á þeirri hugmynd að börnin og foreldrarnir séu að læra að vera í leikskólanum, nái að kynnast honum saman, en ekki á að börnin séu að venjast því að vera aðskilin foreldrum sínum. Jafnframt að tími gefist fyrir leikskólakennara að kynnast barninu sem hluta af fjölskyldu og sem hluta af stærri barnahóp. Framkvæmdin […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar