Kristin Dýrfjörð

Sarpur desember, 2017

Jólatré, jólaföndur og skaplón – eða?

Eitt það fyrsta sem við hentum út þegar við tökum við leikskólanum 1988 voru öll „helvítis“ skapalónin. Þau voru til um allt, ofan í hverri skúffu í leikskólanum, kórónur í mismunandi stærðum og gerðum, jólatré, jólabjöllur, jólaskór, jólakettir og alla vega páskaungar. Eitt árið horfðum við á stóra hvíta vegginn á deildinni, á öll fallegu jólatrén klippt út úr grænum kartonum og málað á með sápuflögum. Raðað snyrtilega með fagurfræði að leiðarljósi á vegginn. Það rann upp fyrir okkur ljós. Þetta var ekki við, þessi tré voru ekki það sem við vildum standa fyrir.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar