Sarpur Yngstu börnin
Yngstu börnin í leikskólum í Danmörku

Dagur á yngstu deild Í leikskólanum leikur Sólveig sér við mjólkurkasssa, annað barn kemur að og ýtir við henni svo hún dettur. Sem betur fer er leikskólakennari til staðar sem veit að það skiptir máli að viðurkenna og setja orð á tilfinningar beggja barna og sem styður börnin til að halda sameiginlegum leik með kassann […]
Leikskóli er ekki sama og leikskóli

Nú á sér stað mikil umræða um yngstu börnin og leikskólann. Margir eru þeirrar skoðunar að best sé að lengja foreldraorlof og gefa þannig foreldrum sjálfum kost á að sjá um sín börn fyrstu æviárin. Aðrir telja að það þurfi að byggja fleiri leikskóla sem eru sérhannaðir fyrir yngstu börnin og svo eru sumir sem […]
Aðlögun – febrúar 2017

Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á […]
Sjónvarpsgláp núll til þriggja ára barna

Iðulega birtast áhugaverðar greinar í erlendum miðlum, greinar sem mér finnst alveg eiga erindi við leikskólafólk og foreldra. Stundum tek ég grein til hliðar og ætla að skrifa um hana litla færslu seinna. Þetta seinna á það til að vera nokkuð teygjanlegt hugtak hjá mér. Á meðan hleðst upp áhugavert efni. Nú í upphafi apríl […]
Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]
Stundum er kveðjustund barna og foreldra erfið

Einhvertíma skrifaði ég um kveðjustund í leikskólanum og finnst sú frásögn alveg eiga heima hér. Efnið er ekki ókunnugt mörgum leikskólakennurum og foreldrum og í raun svolítið sígilt. Í leikskóla einum fyrir mörgum, mörgum árum var barn sem grét og grét og kveðjustundin var endalaust dregin á langinn. Barnið var kjökrandi og foreldrar nánast líka. […]
Tilfinningar og traust – stórra og smárra í leikskólanum

Nú eru að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir um yngstu börnin og starfið með þeim. Í Noregi er t.d. stórt rannsóknarverkefni í gangi þar sem aðstæður og menntun yngstu barnanna eru í kastljósinu. Meðal þess sem þar kom fram er að starfsfólk er ekki í nógu miklum tilfinningatengslum við yngstu börnin (Jonassen, 2016). Við […]
Leikdeig án salts

Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]
Leikdeig – þægileg uppskrift

Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, […]
Hádegislúrinn

Á dagheimilum* fyrri tíma fengu nær öll börn sér lúr í hádeginu, sumu sváfu önnur lúrðu og hlustuðu á sögur. Þetta var nær undantekningalaust. Svo fór að bera á því að lúrinn fékk nýtt yfirbragð, varð að rólegri stund, við dund eða jafnvel lestrarstund í lestrarkrók. Eldri börnin hættu að sofa og hvíldardýnur með tilbehör […]
Fornaldarviðhorf í Hafnarfiði – lokun leikskólans Bjarma

Ungbarnaleikskólinn Bjarmi var stofnaður í Hafnarfirði 2008, frá upphafi hefur markmið hans verið að þróa gæðaleikskólastarf með yngstu borgurunum. Í byrjun var hann opinn öllum hópum en hin síðari ár hefur hann helst gengt félagslegu hlutverki fyrir utan að vera iða hugmynda um starf með yngstu börnunum. Félagslegt hlutverk hans birtist ekki síst í að […]
Fullorðin má ekki snerta mig

Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er […]
Leikur ungbarna

Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]
Könnunarleikur

Í mörgum leikskólum þar sem yngstu samborgararnir (1-2ja ára) dvelja er könnunarleikurinn vinsæl aðferð yngstu barnanna til að rannsaka umhverfi sitt. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að […]