Sarpur Foreldrasamstarf
Þátttaka 5 ára barna í undirbúningi og framkvæmd foreldrasamtala í Aðalþingi

Nýlega kom út bókarkafli eftir mig og Guðrúnu Öldu Harðardóttur um foreldasamtöl í leikskóla (2022). Þar skoðum við annars vegar hvernig þróun foreldrasamtala og samvinnu við foreldra birtist í íslenskum stefnuskjölum, svo sem námskrám og hins vegar gerum við grein fyrir þróunarverkefni sem átti sér stað í leikskólanum Aðalþingi veturinn 2018 -2019. Því miður voru […]
Aðlögun – febrúar 2017

Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á […]
Viðurkennd stærðfræði

Börn nálgast viðfangsefni í umhverfi sínu á mismunandi hátt, tilhneigingar þeirra til náms eru ólíkar og birtast á ólíkan hátt. Dæmi um það er hvernig þau nálgast stærðfræði. Sum börn nálgast hana á hátt sem okkur fullorðna fólkinu finnst í raun vera „stærðfræði“ á meðan að önnur nálgast hana í gegn um leik og sköpun. […]
Borðið, magnarinn, reipið – myndlíkingar til að ræða um leikskóla

Flestir sem vinna að málefnum barna finnst eftirsóknarvert að koma sem mestum og bestum upplýsingum á framfæri við foreldra. Það er hluti af því að fólk átti sig á mikilvægi gæða leikskóla og verði til að það sækist eftir og styðji við slíka leikskóla. Rannsóknir í Ástralíu hafa sýnt fram á að leikskólafólk og aðrir […]
Stundum er kveðjustund barna og foreldra erfið

Einhvertíma skrifaði ég um kveðjustund í leikskólanum og finnst sú frásögn alveg eiga heima hér. Efnið er ekki ókunnugt mörgum leikskólakennurum og foreldrum og í raun svolítið sígilt. Í leikskóla einum fyrir mörgum, mörgum árum var barn sem grét og grét og kveðjustundin var endalaust dregin á langinn. Barnið var kjökrandi og foreldrar nánast líka. […]
Sanngjörn, ákveðin, frek, glaðlynd, stúrin

Ég var að lesa grein eftir Ann-Marie Markström um foreldrasamtöl í sænskum leikskólum – reyndar kalla þeir samtölin þróunarsamtöl. Markmið þeirra er yfirleitt að greina foreldrum frá þróun og þroska barnanna og segja frá lífi þeirra í leikskólanum. Í greininni er farið yfir sviðið um hvernig þessum samtölum hefur verið háttað, hver hefur stýrt og á […]
Fullorðin má ekki snerta mig

Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er […]
Bandamenn leikskólans – foreldrar

Leikskólinn er í lífi flestra barna fyrsti staðurinn sem þau taka sjálf virkan þátt í hinu formlega samfélagi. Í leikskóla læra börn að vera á eigin forsendum, þau eignast vini og félaga, þau mynda tengsl við börn og fullorðið fólk ótengdu sér. Þau læra hin ýmsu gildi og norm sem eru í samfélaginu. Traust […]
Gluggi inn í leikskólastarf

Í leikskólum landsins á sér stað metnaðarfullt starf. Margir skólar skrá starfið á ýmsa vegu, ljósmyndir eru algengar og svo hafa smámyndbönd verið að ryðja sér til rúms. Á heimsíðum fjölda leikskóla er hægt að sjá slík myndbönd sem eru eins og gluggar inn í starfið. Gluggar sem gefa foreldrum, fjölskyldum og jafnvel þeim pólitíkusum sem […]
Leikskólinn? Er hann svo frábær?

Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]
Foreldrar spyrja börn

Nýlega heimsótti ég leikskóla í Óðinsvéum. Hitti þar meðal annars fólk sem vinnur í ráðgjöf og yfirstjórn. Tilgangur ferðarinnar var að funda um verkefni sem Skagafjörður og Óðinsvé eru að leggja saman að stað í. Það var margt sem vakti athygli mína. Meðal annars eru yfirvöld að þróa þátttöku barna í mati á starfi leikskólanna. […]
Samtöl við foreldra (þróunarsamtöl)

Ég las fyrir nokkru grein eftir Ann-Marie Markström um foreldrasamtöl í sænskum leikskólum – reyndar kalla Svíarnir samtölin þróunarsamtöl. Marmið þeirra er yfirleitt að greina foreldrum frá þróun og þroska barnanna og segja frá lífi þeirra í leikskólanum og auðvitað að fá fréttir af barninu heima. Í greininni er farið yfir sviðið um hvernig þessum samtölum […]
Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?

Að prófa sig áfram og gera tilraunir í gegn um leik er á undanhaldi í mörgum bandarískum leikskólum. Ástæðan er þrýstingur í átt til læsis, að börn eigi að vera læs þegar þau fara úr leikskólanum. Þrýstingurinn leiðir til þess að fjöldi kennara eyða meiri og meiri tíma í að kenna börnum lestur og og […]
Þátttökuaðlögun

Þátttökuaðlögunin byggist á þeirri hugmynd að börnin og foreldrarnir séu að læra að vera í leikskólanum, nái að kynnast honum saman, en ekki á að börnin séu að venjast því að vera aðskilin foreldrum sínum. Jafnframt að tími gefist fyrir leikskólakennara að kynnast barninu sem hluta af fjölskyldu og sem hluta af stærri barnahóp. Framkvæmdin […]