Kristin Dýrfjörð

Sarpur Rannsóknir

„Glíman við offitu barna: Breytingar á hegðun til að takast á við lýðheilsu krísu í Bretlandi“

22,7% barna á aldrinum 10-11 ára í Englandi bjuggu við offitu á árunum 2022-23, samkvæmt rannsóknum frá National Institute for Health and Care Research og Háskólanum í Southampton. Á meðan og í kjölfar  Covid-19 faraldursins varð aukningu á barnaoffitu um allt Bretland, þar sem skólalokanir og sóttkví leiddu til minni líkamlegrar virkni, skjátími jókst og matvælaöruggi barna versnaði.

Merkingabærar samræður skipta mestu fyrir málþroska barna, ný alþjóðleg rannsókn

Það sem skiptir máli er þátttaka í samtalinu. Í því samhengi má auðvitað velta fyrir sér hvort að t.d. mjög fjölmennar samverustundir bjóði upp á slíkt fyrir öll börn. Það má líka velta fyrir sér hvernig samtölum með raunverulegri þátttöku barna reiðir af í fimm ára bekkjum sem nú eru í umræðunni á meðal sums stjórnmálafólks. Þar sem iðulega er lögð áhersla á meira akademiskt nám fyrir börn og minni leik. En hér kemur greinin.

20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?

Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.

Afleiðingar ofþyngdar barna

Þó svo að þessar niðurstöður séu danskar er fátt sem bendir til að sama eigi ekki við hér. Það er lýðheilsumál að vinna með offitu barna, vegna þeirra eigin þroska og möguleika í framtíðinni. Það á ekkert barn að þurfa að vera á hliðarlínunni í lífinu, ekki að þora að mæta í skóla t.d. vegna eineltis sem það verður fyrir. Það á ekki að hafa áhrif á val þeirra um menntun og starfsvettvang.

Yngstu börnin í leikskólum í Danmörku

Að það þarf að gæta þess að það séu alhliða tækifæri sem styðja  og ýta við öllum börnum.

Það þarf að skoða betur þá ramma sem settir eru um leik barna, sérstaklega þarf að skoða hvernig aðstæður tryggja samfelldan langan leik, þar sem börn fá tækifæri til að sökkva sér í það sem þau hafa áhuga á hverju sinni.

Almennt þarf að styðja við leik þannig að ÖLL börn eigi rík tækifæri til að sökkva sér í leik, líka þau börn sem eiga erfitt með það

Þátttaka 5 ára barna í undirbúningi og framkvæmd foreldrasamtala í Aðalþingi

Nýlega kom út bókarkafli eftir mig og Guðrúnu Öldu Harðardóttur um foreldasamtöl í leikskóla (2022). Þar skoðum við annars vegar hvernig þróun foreldrasamtala og samvinnu við foreldra birtist í íslenskum stefnuskjölum, svo sem námskrám og hins vegar gerum við grein fyrir þróunarverkefni sem átti sér stað í leikskólanum Aðalþingi veturinn 2018 -2019. Því miður voru […]

Viðhorf starfsfólk leikskóla til starfa leikskólastjóra í fyrstu bylgju Covid-19 á Íslandi

Hér er umræðuhluti greinar okkur Önnu Elísu Hreiðarsdóttur á íslensku fyrir þá sem áhuga hafa. Það er tengill á greinina hér fyrir neðan. Lærdómur rannsóknarinnar Útgangspunkturinn rannsóknarinnar var: „Hvernig gekk íslenskum leikskólastjórnendum í starfi í fyrstu bylgju heimsfaraldursins?“ Að sögn samstarfólks  þeirra virtust þeir hafa sinnt störfum sínum af fagmennsku og að mestu sýnt góða […]

Leikskóli er ekki sama og leikskóli

Nú á sér stað mikil umræða um yngstu börnin og leikskólann. Margir eru þeirrar skoðunar að best sé að lengja foreldraorlof og gefa þannig foreldrum sjálfum kost á að sjá um sín börn fyrstu æviárin. Aðrir telja að það þurfi að byggja fleiri leikskóla sem eru sérhannaðir fyrir yngstu börnin og svo eru sumir sem […]

Jafnrétti í leikskólastarfi

Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]

Svefn – hvíld leikskólabarna

Svefn og hvild barna hefur verið umræðuefni í leikskólum landsins svo lengi sem elstu kerlingar  (og karlar) muna. Oft vegna þess að hugmyndir og óskir foreldra fara ekki saman við hugmyndir og skipulag leikskólans. Sennilega er það svo að það verður aldrei fullkominn samhljómur þarna á milli. Fæsta leikskólakennara langar að vera í slag við foreldra […]

Sameinuð athygli

Sameinuð athygli (joint attention) er hugtak sem notað er meðal annars þegar verið er að fjalla um þroska barna. Sameinuð athygli  á sér stað þegar tveir einstaklingar deila athygli á sama hlutinum. Henni er náð með því að annar einstaklingurinn beinir athygli hins (t.d. með augnaráði, bendingu með eða án orða). Þegar einstaklingur bendir öðrum […]

Leikskólakennarar eru í starfi barnanna vegna

Í október lagði ég fyrir könnun þar sem ég spurði hvað starfsfólk leikskóla telur gefandi í starfi, hvernig það skilgreinir fyrirmyndar samstarf innan leikskóla og að lokum spurði ég um atriði sem fólk telur mest um vert að vinna að innan leikskólans. Ég sagði frá fyrstu greiningu á gögnunum á fundi Bernskunnar – Íslandsdeildar OMEP, […]

Leikskóli á tímamótum – Vellíðan og vanlíðan

Í september 2017 gerði ég könnun sem sýndi að margt hvílir á starfsfólki leikskóla, sérstaklega er snýr að mönnun og aðbúðnaði i starfi. Fram kom að álag væri tengt hávaða, fjölda barna í litlu rými, manneklu, afleysingum, skort á undirbúningstíma og fleira var tínt til. Í kjölfarið og vegna þess að Bernskan – Íslandsdeild OMEP hafði afráðið […]

Leikskóli í krísu

Frá hruni hefur leikskólinn átt í vanda. Þá var lofað að slá skjaldborg um málefni m.a. barna og skólakerfisins. Í upphafi hélt loforðið, en smám saman tók að höggva í; leikskólar þurftu að spara, ýmis störf voru lögð niður, minna var ráðið í afleysingar og að lokum voru margir leikskólar sameinaðir, þvert á vilja þeirra […]

Það sem veldur álagi í leikskólum

Hér er fjallað um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir 22 – 25 september 2017 um undirbúningstíma og álagsþætti í starfi í leikskólum. Sérstaklega var spurt um óskafyrirkomulag og tímafjölda í undirbúning og svo það sem hvíldi á fólki varðandi vinnuaðstöðu og vinnutíma í leikskólum. Könnunin var gerð á Surrwey monkey og var með öllu […]

Vinnuaðstæður leikskólakennara

Þar sem ég hef skoðað leikskóla víða um heim veit ég að í flestu stöndum við okkur vel með okkar leikskóla. Við höfum metnaðarfullt fólk sem vinnur í kerfinu og oftast líka pólitíkusa. En þrátt fyrir það þarf ekki annað en flétta blöðum á hverju hausti og sjá að það er eitthvað ekki í lagi. […]

Ekki góð staða hérlendis samkvæmt OECD skýrslu um stöðu leikskólans

Í júní  2017 gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim m.a. á Íslandi. Ég var reyndar nokkuð hissa að finna hana ekki og umfjöllun um hana á síðu menntamálaráðuneytisins. En í henni er margt afar forvitnilegt og líka óþægilegt. Ég setti sumt úr skýrslunni inn á fésbók hjá mér en ákvað […]

Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin

Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin.  Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa  starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi.  Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á […]

Könnun um yngstu börnin í leikskólum

Sem hluti af námskeiði um yngstu börnin í meistaranámi við Háskólann á Akureyri, ákváðum við að gera litla rannsókn um ýmislegt sem snýr að börnum sem byrja undir 24 mánaða í leikskólum.  Nemarnir sömdu spurningar og lögðu línur, ég fór yfir og bætti aðeins inn í. Verkefnið er hugsað til að afla ganga og setja […]

Aðlögun – febrúar 2017

Nýlega bað ég starfsfólk leikskóla að svara fyrir mig könnun á fésbók um fyrirkomulagi aðlögunar í þeirra leikskólum. Ég lofaði þeim sem þátt tóku að segja þeim frá hvernig skiptingin er á milli aðlögunarforma. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar spegla mjög vel þær niðurstöður sem ég fékk í sambærilegri könnun á […]

Leikskólinn í spegli Evrópu (2016)

Nú er komin út ný skýrsla frá Eurydice en hér er um að ræða bakgrunnsupplýsingar um allt skólakerfið frá leikskóla til háskóla (og svo tengsl við atvinnulífið). Minn áhugi beindist að leikskólanum og ég ákvað að taka þær myndir sem birtust í þeim kafla og setja inn í þessa færslu. Á það ber að benda […]

Borðið, magnarinn, reipið – myndlíkingar til að ræða um leikskóla

Hluti af vandamálinu er að koma upplýsingum á framfæri á mannamáli, sérfræðingar eru oft dálítið uppteknir af fagmálinu. Fyrir áratugum síðan fórum við hjónin með barnið okkar til sérfræðings sem spurði um eitt og annað. Ein spurningin var, „skreið hann krossað?“

Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar

Eftirnýlenduvæðing hugarfars er viðfangsefni sem fleiri og fleiri hafa velt upp. Eftirnýlenduvæðing felur í sér að tiltekinn hugarheimur smitar eða tekur yfir annan. Þetta getur gerst smám saman og sá sem fyrir verður er ekki endilega meðvitaður um það sem er að gerast. Má sem dæmi benda á uppgang nýfrjálshyggjunar og skilgetins afkvæmis hennar, markaðshyggjunnar […]

Sjónvarpsgláp núll til þriggja ára barna

Iðulega birtast áhugaverðar greinar í erlendum miðlum, greinar sem mér finnst alveg eiga erindi við leikskólafólk og foreldra. Stundum tek ég grein til hliðar og ætla að skrifa um hana litla færslu seinna. Þetta seinna á það til að vera nokkuð teygjanlegt hugtak hjá mér. Á meðan hleðst upp áhugavert efni. Nú í upphafi  apríl […]

Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans  á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]

Yngstu börnin í leikskólanum

Í útlöndum eru hagfræðingar sem hafa tekið að sér að reikna út samfélagslegan ágóða af því að börn komist sem fyrst inn í leikskóla og ekki bara leikskóla heldur skóla þar sem gæði eru mikil. Einn þessara hagfræðinga sem mikið er vitnað til er James Heckman en hann hlaut einmitt nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2000 og […]

Tilfinningar og traust – stórra og smárra í leikskólanum

Nú eru að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir um yngstu börnin og starfið með þeim. Í Noregi er t.d. stórt rannsóknarverkefni í gangi þar sem aðstæður og menntun yngstu barnanna eru í kastljósinu. Meðal þess sem þar kom fram er að starfsfólk er ekki í nógu miklum tilfinningatengslum við yngstu börnin (Jonassen, 2016). Við […]

Skólaskylda fimm ára barna?

Í mars 2014 var gefin út skýrsla sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lét gera um skólamál. Hún er í röð eða hluti af stærri skýrslu sem ber heitið; Skólar og menntun í fremstu röð og þessi er nefnd Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla. Í skýrslunni er stefnumótun sveitarfélaganna um samstarf þeirra á milli og það sem þau sjá sem framtíðarmúsík í skólamálum. Meðal þess […]

leikur eða agi – verkefni eða frelsi – deild eða bekkur

Það er svo merkilegt að reglulega heyrist umræða um að skólakerfið sé ekki að standa sig, að tíma barna sé ekki vel varið  í leikskólum eða gæti alla vega verið betur varið þar. Raddir heyrast um að börnin  þurfi að takast á við meira krefjandi „akademísk“ verkefni,  það sé hægt að nota tímann til að […]

Réttlæti grunnur leikskólastarfs

Í lok þessara færslu má finna í PDF skjali erindi sem ég flutti á Menntakviku 3. október 2014, hér að neðan má finna örfáa punkta úr fyrirlestrinum. Flest okkar þekkja sögur H.C Andersen við höfum lesið þær og í leikskólum eru þær víða lesnar enn. Sögur snerta okkur á annan hátt en fræðigreinar, þær setja […]

Íslenski leikskólinn í Evrópskum spegli

Upplýsingar sem ég tók saman úr skýrslunni: Key Data on Early Childhood  – Report Education and Care -Education and Training  in Europe,  2014 Edition, Eurydice and Eurostat og varða Ísland. Ég hvet sem flesta til að rýna í skýrsluna, þar er margt merkilegt sem kemur fram. 17,4 % barna á Íslandi undir 6 ára eiga á hættu […]

Uppeldisfræðileg skráning og atferlisskráning

Hver er munurinn? Skáningu sem aðferð er beitt er bæði við atferlisathugun og uppeldisfræðilega skráningu. Hinsvegar skilur aðferðafræðin og tilgangurinn þessar tvær tegundir skráningar í sundur (Grieshaber og Hatch, 2003). Atferlisathugun er þýðing á  child observation en íslenska heitið uppeldisfræðileg skráning er þýðing á pedagogical documentation. Grieshaber og Hatch (2003) fjalla um almenna þróun skráningar, […]

Lýðræði með eins til þriggja ára – samverustundir

Í nýjasta Bagspejlet er m.a. fjallað um rannsókn á samverustundum með yngstu börnunum, möguleg áhrif þeirra og þátttöku. Rannsóknina gerðu þær Eide, OS og Samuelsson (2012) og hún tekur til mikilvægi þess að leikskólakennarinn þori og geti svolítið leikið af fingrum fram, þori að grípa boltann frá börnunum og gefa hann aftur. Í umfjölluninni er […]

Öryggislaus börn – tilfinningalega vanrækt börn

Í Bretlandi var nýlega fjallað um rannsóknir á tengslum ungra barna og foreldra. Helstu niðurstöður eru í þá átt að eitthvað mikið sé að í tenglamyndun um 40% barna og foreldra þeirra, tengslin séu ekki eins sterkt og þau ættu að vera.  ÞAð er forvitnilegt að vita hvernig þessu er farið hér? Tengslaskortur er aðallega […]

Hin hljóða markaðsvæðing: Skólakerfi á krossgötum

Fyrir nokkrum vikum var ég beðin um að flytja erindi um markaðsvæðingu skólakerfsins á ráðstefnu VG um sveitarstjórnarmál sem haldin var 12. apríl 2014. Ég ákvað að slá til enda málið mér hugleikið.  Margir hafa falast eftir erindi mínu og ákvað ég að setja það inn sem PDF skjal hér á vefinn minn fyrir áhugsama. […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar