Kristin Dýrfjörð

Byggt fyrr og nú

Nýlega áskotnuðust mér ljósmyndir úr leikskólastarfi frá því fyrir um 50 árum síðan. Myndirnar sýna börn og starfsfólk við dagleg störf. Þau, byggja, teikna, lesa, leika úti og inni. Ég horfði á þessar myndir og hugsaði hvað margt væri nú með svipuðu sniði enn þann dag í dag. Sumt hefur auðvitað breyst en börnin breytast ekki. Þau hafa unun af því að taka þátt í leik og starfi með hvort öðru og með okkur fullorðna fólkinu.

Brautin séð neðan frá, bíllinn og kúlann runnu út úr rörinu og skoppuðu inn í brautina.

Í dag kom barnabarnið mitt í heimsókn. Hann kom reyndar með nýfæddri litlu systur sem svaf og svaf. En auðvitað þurfti hann líka að fá athygli frá ömmu og frá afa. Eftir að hafa spilað fótboltaleik í dágóða stund kom að því að ég nennti því ekki lengur. Ég ákvað þá að bjóða upp á byggingaleik, enda miklu flinkari í þeim leik og í síkum leik er hægt að dunda og dunda. Við eigum margar gerðir kubba í Miðstrætinu sem koma að góðum notum þegar lítið fólk kemur í heimsókn.  En ég er líka svona amma sem geymir ýmislegt sem ég held að komi að notum í leik. Svona eins og alla vega hólka. Nú voru þeir dregnir fram ásamt trékubbum, segulkubbum og plexírennum  og braut byggð. Í þetta sinn  byrjaði ég að byggja ein og þegar ég var komin með „aðdraganda“ að braut kallaði ég í unga manninn sem uppveðraðist allur og sökkti sér í leikinn, seinna koma pabbi hans og sökkti sér líka í leikinn. Ætlunin var upphaflega að að byggja bílabraut úr kubbum og rennum, en smám saman breyttist bílabrautin í kúlubraut. (Þær renna nefnilega betur og lengra).

Sturla vildi helst að bíll gæti farið eftir brautinni en ég átti nokkrar glerkúlur. Við enduðum því með að prófa bæði. Við prófuðum líka létta plastkúlu og lítið pappírspáskaegg.  Það var mjög gaman að hafa gap á brautinni (við sögðum að það væri gljúfur og um það rynni fljót) og reyna að láta bílinn og kúluna skjótast yfir gljúfrið. Sturla sagði mér að hann væri miklu flinkari en ég hjá honum færi bílinn aldrei í fljótið ógurlega.

Meðfylgjandi myndirnar eru frá leik okkar.

 

Hólkar og kubbar og stóll til að ná halla.
 

Spegillinn var notaður sem stoppari en líka til að pæla í hvernig ein kúla gat orðið að mörgum kúlum.

Tags: , , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar