Kristin Dýrfjörð

Að skapa leikheima með börnum

og viðurkenna mismunandi kveikjur í leik

Ég er að lesa skemmtilega bók um sögur í leikjum barna. Einn kaflinn fjallar um mikilvægi þess að viðurkenna ofurhetjur í leik, sem iðulega sést meira í leik stráka en stelpna. Höfundur sagðist hafa ákveðið í stað þess að reyna alltaf að brjóta upp þessa tegund leikja tók hún upp á því að fylgjast með og skoða leikinn með opnum augum minnug þessa kvóts frá Vivian Gussin Paley.

If I have not yet learned to love Darth Vader, I have at least made some useful discoveries while watching him at play. As I interrupt less it becomes clear that the boys’ play is serious drama not morbid mischief. Its rhythms and images are often discordant to me, but I must try to make sense of a style, that, after all, belongs to half the classroom. (1984:xii)

Í kaflanum sem ég er að lesa, notar barnið sem leikur ofurhetjuna, hlutverkið til að byggja upp þrek og þor, hann er að valdefla sig til að takast á við aðstæður sem hann er óöruggur í, sem dæmi á hann erfitt með að taka þátt í söng eða svara spurningum í samveru sem er beint að honum, en þegar hann er í hlutverki, getur hann það. Hann mætir stundum í ofurhetju fötum, en hann þarf þau ekki til að leika. Hann segist einfaldlega vera viðkomandi persóna og þá er hann það og öll hennar gildi færast yfir á hann.

Það var líka áhugavert að leikskólakennarinn sem skrifaði segir að það sé frekar látið afskiptalaust ef sem dæmi stelpur leika eltingaleiki, þar sem það sé ekki talin stafa ógn af, en ef drengir leika sama leik séu þeir gjarnan stoppaðir áður en einhver „meiðist“.

Kennarinn ákvað að skoða hugmyndir Vivian Gussin Paley um að búa til handrit að leik barna í samráði við þau, barn, börn semja handrit sem er kveikja að leik – en í handritunum er gefið gott rými fyrir spuna en þess líka gætt að enda leikinn. Þegar handritið er tilbúið leika börnin það á sviði( ekki eiginlegu sviði heldur kannski krókur eða staður þar sem samvera er, afmarkaður staður). Eftir að hafa prófað sig áfram með drengnum sem vildi leika ofurhetju tók við skemmtilegt tímabil þar sem börnin léku ýmsar sögur sem þau sömdu til skiptis og tengdust ofurhetjum, bæði stelpur og strákar.

Armstrong, D. (2020). Superheroes and imaginative play: More opportunities for our children? í Bruce, T., McNair, L., og Whinnett J., (ritstjórar), Putting storytelling at the heart of early childhood practice: A reflective guide for early years practitioners. Routledge.

Tags: ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar