Kristin Dýrfjörð

Einingakubbar og Aðalnámskrá leikskóla

Kristín Dýrfjörð skirfar 9.10 2025

Kubbar 1995  í Ásborg
Einingakubbar í leikskólanum Ásborg 1995

Í flestum leikskólum á Íslandi eru til einingakubbar. Þeir eru dásamlegur efniviður sem er stundum vannýttur. En þeir eru kjörnir til að framfylgja afar mörgum þáttum Aðalnámskrár leikskóla.

Aðalnámskrá leikskóla fjallar um bæði um það nám sem á að eiga sér stað í leikskólum sem og starfshætti og ábyrgð leikskólakennara og annars starfsfólks. Kjarninn er að leikskólakennari á að vera faglegur leiðtogi sem skapar aðstæður sem stuðla að því að skapa opið og sveigjanlegt skipulag sem stuðlar að sjálfsprottnum leik barna. Til þess þarf að skapa bæði rými og góðan tíma. Honum ber líka að tengja saman fyrri reynslu og þekkingu barna á merkingabæran hátt. Í Aðalnámskrá leikskóla segir líka að umhverfi eigi að bjóða börnum upp á aðgengi að fjölbreyttum efnivið og eigið val um ólíkar leiðir til að; vinna úr hugmyndum sínum, undrast, rannsaka, finna lausnir, tjá sig og skapa.

Börn eiga að finna að þau sé fullgild í leik og eiga að fá tækifæri til að upplifa þá gleði sem fylgir slíkur leik. Þar sem vinátta, samvinna og menning barna fær notið sýn.

Til þess þurfa þau að hafa fullorðið fólk sem getur lesið í aðstæður, veitt faglega umhyggju og verið samstarfsaðilar og samrannsakendur barna.

Einingakubbar

Góð leið til að sameina öll þessi ákvæði Aðalnámskrár leikskóla er leikur með einingakubba. Með stórum og litlum kubbasettum. Með litlum börnum er t.d. hægt að nota smærra settið (sem er í sömu hlutföllum og stóra settið en kubbarnir eru minni). Sem hluta af námskeiði þar sem ég fjalla um einingakubba, setti ég saman mynd þar sem ég skoða hvernig hægt er að tengja einingakubba við öll námsvið leikskólans í gegn um leik. Myndin er afar lýsandi og sýnir fram á hversu gríðarlega mörg og fjölbreytt námstækifæri gefast með kubbaleik.

Kubbaleikur í samþættu og skapandi leikskólastarfi

Færsla 2 um einingakubba – tækifæri sem felast í tiltekt

Tags: , , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar