Kristin Dýrfjörð

Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra

image

Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri  það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi þar sem möguleikar barna væri óteljandi. Því tengt setti hann fram þá kenningu að það væru tengsl á milli hlutfalls margbreytilegra og fjölbreytilegra möguleika í umhverfinu við  rannsóknir, frumkvæði og sköpun sem þar ætti sér stað.

‘In any environment, both the degree of inventiveness and creativity, and the possibility of discovery, are directly proportional to the number and kind of variables in it. ‘ (Nicolson, 1971)

Um það að svindla á börnum

imageÍ greininni fjallar hann um hvernig börn eru svipt sköpunarmöguleikum á meðan að arkitektinn, sem teiknar, leikur sér með hugmyndir og efnivið, þeir sem byggja húsin fá öll tækifæri til að leika sér með byggingarefnið, en síðan er ákveðið hvernig barnið á að nota og vera í viðkomandi rými. Því eru settar skorður. Umhverfið sem búið er til er ekki einusinni endilega umhverfi sem segir hér má og á að skapa. Þetta er ekki ósvipað því að útbúa listasmiðju með ærnum tilkostnaði á safni samtímans þar sem síðan er bara boðið upp á nokkra liti og A4-blöð fyrir börnin. Nicholson (árið 1971) batt miklar vonir við skóla framtíðarinnar að þar yrði betur hugað að möguleikum barna til að skapa og þar yrðu  lausamunir (loose parts) stór hluti af umhverfi barna. Í skrifum hans birtist mikil trú á getu barna og það álit hans að börnin ættu að taka þátt í allri hönnunarvinnu. Þau séu þess umkomin. Hann orðar getu barna á hátt sem sýnir virðingu, þekkingu og væntumþykju.

Í nútímanum hafa kenningar  Nicholson fengið byr undir báða vængi og  það þarf ekki annað en að gúggla „loose parts“ til að sjá það. Þúsundir færsla koma upp, margar tengdar leikskólastarfi í anda Reggio Emilia, aðrar arkitektúr. Tengslin við hugmyndafræði Reggio Emilia eru nokkuð skýr, ekki síst ef litið er til skilgreiningar á sköpun, þátttöku barna og trú á getu þeirra.

Um slitin gólf í listhúsum

Í þeim greinum og síðum sem ég hef lesið er nefnilega gjarnan fjallað um tengsl hugmynda Malaguzzi um sköpun og  hugmynda Nicholson. Báðir trúðu að það að vera skapandi væri ekki meðfætt heldur yrði fólk skapandi í umhverfi sem hvetti til sköpunar. Nicholson segir frá því í grein sinni að á listasöfnum hafi fólk farið að rannsaka hvar gólfin voru slitin. Menn komust að því að þar sem listaverk voru gagnvirk þar voru slitin gólf. Fólk þráir að vera í tengslum við umhverfi sitt og fá að takast á við það og reyna sig.  Hvernig skyldi það vera hérlendis? Að hverju dregst fólk á sýningum og opinberum viðburðum?

Um vilja fólks?

Stundum hef ég unnið á námskynningum háskólanna. Það er gefið að þar sem fólk fær eitthvað að prófa, höndla, þar staldrar það við. Sama má segja um vísindavöku háskólanna, þeir básar sem eru gagvirkir, þeir eru eftirsóttir. Nýverið deildi ég áfram grein á fésbók þar sem fjallað var um hvernig almenningsbókasöfn hafa breyst – frá því að vera staðir þar sem enginn má segja neitt og sífellt sussað á fólk yfir í að vera staðir þar sem áhersla er lögð á samveru og góðar stundir. Áhersla á að syngja, segja sögur með leikrænum tilburðum og almennt leika sér. Markmiðið er að börn eignist góðar minningar og að bókasafnið verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi þeirra. Hvers vegna minnist ég á þetta, jú tengslin eru á það að vera þátttakandi vera gerandi í eigin lífi. Fólk er almennt að átta sig á gildi þess og ef ætluin er að byggja um samband sem heldur veður að huga að því senmma.

Sjálfsagt eigum við eftir að finna okkar eigin hugtak fyrir heitið loose parts (lausamunir), en eins og er ætla ég að notast við hugtakið lausamunir.

Nicholson, S. (1971). How not to cheat children: The theory of loose parts. Landscape Architecture, 62(1), 30-34.

Loose parts

MYNDBAND: Hjalteyri sumar 2014

KD 2015

Tags: , , , , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar