Kristin Dýrfjörð

Leikdeig án salts

Slide3Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. Leikdeig er sérlega gott fyrir litlar hendur til að æfa hina ýmsu vöðva, það er líka skemmtilegur og skapandi efniviður sem býður upp á nær endalausa möguleika í leik. Það er hægt að hugsa sér tengingu við vísindi, það þarf jú að vega og mæla innihaldið, litablöndun, hvernig verður grænn til eða fjólublár?, og svo framvegis.  Það er líka hægt að bæta ilmolíum eins og piparmyntuolíu út í deigið, já eða glimmeri. Góða skemmtun.

Mynd 1 mynd 2

 

Uppskrift af leikdeiginu

Uppskriftin er sáraeinföld, hún er

1 bolli matarsódi

1/2 bolli kornsterkja (kartöflu- eða maísanamjög)

1 og 1/2 bolli vatn

1 teskeið matarolía

Allt sett saman í pott. Soðið við hægan hita, hrært stöðugt í á meðan (ekki ólíkt því þegar vatnsdeigsbollur eru gerðar). Tekið af hellunni sett á borð og hnoðað, litir settir saman við (nema auðvitað allt deigið eigi að vera enlitt þá er tilvalið að setja litinn út í). Gæta þess að setja ekki of mikinn lit, þar  sem deigið getur þá orðið blautt, ég leysti það með því að hnoða oggu meiri sóda inn í deigið,  kannski er líka hægt að setja oggu meiri mjöl. Það er hægt að fá matarliti sem eru deigkenndir, (paste), þeir eru sennilega þægilegri upp á að deigið verði ekki of blautt.

 

 

 

Tags: , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar