Kristin Dýrfjörð

list og list – að byggja ofan á þekkingu

Á meðal þekktustu nútímalistamanna er svissneska tvíeykið Peter Fischli og David Weiss. Eitt frægasta verk þeirra hefur verið nefnt á  íslensku; Rás hlutanna (Der Lauf der Dinge), en í því setja þeir upp risastórt verk sem byggist á orsakasamhengi, hvernig eitt atvik rekur annað, hvernig keðjuverkan virkar í raun og alls óskyldir hlutir eru tengdir órofaböndum þegar að er gáð. Í stjórnun er stundum rætt um fiðrildaáhrif, hugtakið er rakið til að hægt sé að reikna sig fram til möguleika þess að að það dugi að fiðrildi blaki vængjum í Kína til að stormur verði á Atlantshafi.

Fiðrildaáhrifin eða kaos kenningin hjálpar stjórnendum að skilja að þegar einn hluti heildar er snertur hefur hann áhrif á alla heildina. Listaverk eins og verk þeirra Fischli og Weiss gegna sama hlutverki, þau hjálpa okkur að sjá og skilja stóru myndina á skapandi og listrænan hátt. Annar frægur listamaður sem nýtir sér hreyfingu og keðjuverkan er Bandaríkjamaðurinn Alexander Calder sem í kring um 1930 skapaði úr vír, smáhluta sirkusinn, Calder Le Cirque, sem er talinn hafa leitt hann inn á  brautir sem flest stærri verk hans byggja á, en þar má finna verk úr málm og óróar í sinni víðustu mynd.

Seinni hluta vetrar 2011  snérist sköpun barnanna á Hrafnaþingi um kúlubrautir. Þar voru börnin í raun að fást við sömu vandamál og sömu lögmál og  þeir Fischili og Weiss, þau voru  að skilja og skynja hvernig keðjuverkan á sér stað. Hvað það þarf í raun lítið að fara úrskeiðis til að öll myndin skekkist og hvað ákvarðanir þurfa að vera bæði skapandi og nákvæmar. Mikilvægur þáttur í sköpunarferlinu er að sjá að sama hlutinn er hægt að nota á mismunandi vegu og að verkin þurfa ekki að vera varanleg. Á Hrafnaþingi var og er engin braut uppi við lengur en nauðsyn er, ekki starfsfólksins vegna, með nauðsyn er vísað til þess tíma sem börnin þurfa til að skilji hana. Þegar brautin hættir að vera áskorun, hættir að fela í sér „gildrur“ er hún tekin saman og önnur flóknari byggð. Börnin eru því sífellt að byggja ofan á fyrri þekkingu og þróa sköpun sína. Þetta var augljóst þegar börnin úr 1. bekk í Vatnsendaskóla komu í heimsókn, þau sáu kúlubraut og ætluðu að byggja eins. En þar sem þau hafa ekki þróað þekkingu sína í gegn um ótal tilraunir, gerðu þau grundvallar „mistök“ sem börnin á Hrafnaþingi gera ekki lengur. Sem þau unnu sig frá.

Á vef  Aðalþings er hægt að skoða ýmis myndbönd  sem er e.t.v. áhugavert að skoða og pæla í pælingum Stefáns Frosta á Hrafnaþingi. (Að mestu óbreytt af vef Aðalþings frá því í Kd mars 2011)

Tags: , , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar