Kristin Dýrfjörð

Þöggun – ógn við lýðræði

Fyrir nokkrum árum átti ég i samræðu við leikskólakennara um stefnur og strauma og hvort t.d. ég mætti  eða gæti haft álit á stefnum sem af einhverjum ástæðum mér féllu ekki eða ég taldi ekki eftirsóknarverðar. Viðkomandi notaði að með þvi að hafa álit óhreinkaði ég og traðkaði á. Í framhaldið skrifaði ég þá hugleiðingu sem hér birtist en hún birtisti fyrst á blogginu mínu www.roggur.blog.is

Að óhreinka stefnur/strauna í leikskólamálum eða taka opinberlega afstöðu til þeirra – í mínum huga er þetta tvennt mjög ólíkt – en stundum er eins og fólki finnst það vera það sama. og í leiðinni verður það tabú. Það er ekki að óhreinka stefnu eða starf að hafa á því skoðun, heldur er það lýðræðisleg nauðsyn. Hvernig það er gert er hins vegar annað mál. Trúin á að maður hafi höndlað sannleika er hættulegust af öllu. Ég vona sannarlega að mér takist það aldrei.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í slóvenskt rit þar sem ég bar saman Reggio og DAP (Starf sem hæfir aldri og þroska í leikskólum), Ég bar þetta saman við hugmyndir John Dewey um lýðræði og ég bar þetta saman við hugmyndir tveggja samtímafræðimanna, þeirra Mörtu Nussbaum og David Helds um forsendur lýðræðis. Ég skoðaði svo líka stefnu sem kallast Step by Step og er afar áhrifamikil í löndum austan járntjaldsins fyrrverandi.

Að sjálfsögðu komst ég að ákveðinni niðurstöðu, um það snúast fræðin meðal annars. Það er nefnilega hættulegast öllu lýðræði að hafa enga skoðun eða að þora ekki að ræða skoðanir sínar af misskilinni tillitsemi. Þögnin er bæði áhrifamikil og hættuleg. Það er hægt að kúga til þagnar.

Það er ekki að óhreinka skoðun/stefnu að bera grundvallarþætti hennar saman við hugmyndir um jafnrétti og lýðræði.

Það er ekki að óhreinka stefnu eða starf að setja ýmsa varnagla eða spyrja spurninga við það hvernig og hversvegna fólk er að gera það sem það gerir. Að biðja um rök og ástæður, að biða um umræðu. Það er ekki árás, það er lýðræði. Jafnvel þó einhverjum kunni ekki að líka við það. Ef eitthvað er þá er það okkar ábyrgð samkvæmt siðarreglum – en líka að gera það faglega og að geta sjálfur svarað faglega fyrir sitt starf og starfsaðferðir.

Fyrir nokkrum árum þegar tölvur með börnum voru að byrja inn í leikskólum þá valdi einn leikskóli að fara þá leið að fá fyrirtæki í samstarf við sig, Tölvum var raðað hlið við hlið inn í lokað gluggalaust herbergi og svo fengu börnin stundarskrá og á henni var xx mínútur í tölvustund x mörgum sinnum í viku. Í tölvustundinni var börnunum kennt að sitja á höndum sér þangað til kom að þeim og þau látin fylgja eftir einhverju prógrammi – máttu ekki reyna sig áfram. Algjörlega í andstöðu við það sem hefði talið vera aðall þessa leikskóla.

Þetta verkefni var kynnt á vegum leikskólakennarafélagsins og ég mætti á þá kynningu á þessum fundi spurði ég ýmissa spurninga um grundvallaratriði varðandi uppeldisfræðina sem að baki lá og gagnrýndi þetta fyrirkomulag. Þær sögðu mér eftir á, að þær hefði verið mér afar reiðar, fundist ég óþarfa berorð í spurningum mínum – en þær hefðu samt farið að hugsa. Sami leikskóli kynnti svo sama verkefni á ráðstefnu erlendis fáum mánuðum seinna. Þar voru þær teknar í nefið. Þær tóku þá ákvörðun að endurskoða hvernig þær unnu með tölvurnar og hafa eftir því sem ég best veit verið afar framarlega og pedagógískar í tölvumálum síðan.

Umræða um leikskólamál, stefnur og strauma í okkar litla landi er nauðsynleg og holl. höfum upplifað markaðsdrifna leikskóla.

Árið 2007 lokaði ég færslunni á tiltekinn hátt með umfjöllun um atriði í þáverandi námskrá leikskóla. Þeir sem hafa áhuga á geta lesið upprunalegu  færsluna.

Færslan eins og hún leit út 2007

Tags: , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar