Kristin Dýrfjörð

Sarpur september, 2012

Leikskólinn? Er hann svo frábær?

Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]

Foreldrar spyrja börn

Nýlega heimsótti ég leikskóla í Óðinsvéum. Hitti þar meðal annars fólk sem vinnur í ráðgjöf og yfirstjórn. Tilgangur ferðarinnar var að funda um verkefni sem Skagafjörður og Óðinsvé eru að leggja saman að stað í. Það var margt sem vakti athygli mína. Meðal annars eru yfirvöld að þróa þátttöku barna í mati á starfi leikskólanna. […]

Sögusteinar

 Á ferð minni um netið hef ég rekist á margar skemmtilegar hugmyndir til að vinna með í leikskólum og/eða heima. Ein þeirra hugmynda sem ég sé víða getið þessa daga er sögusteinar. Sögusteinar eru bara venjulegir steinar sem fólk málar einfaldar myndir á, akrýlmálning virðist gefast vel, Aðrir hafa sett klippimyndir og tau á þá. Sumstaðar […]

Ljósaborð

Ljósaborð hafa lengi fylgt leikskólum. Í Reggio Emilia eru þau hluti af staðalbúnaði hverrar deildar, þau eru þar í mismunandi stærðum og formum. Ljósaborð bjóða upp á leik og vinnu með opinn efnivið. þau gefa tækifæri til þess að upplifa efnivið á nýjan og oft öðruvísi hátt. Þegar t.d. tveir mislitir gagnsæir hlutir eru lagðir á borðið […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar