Kristin Dýrfjörð

Sarpur Frumkvöðlar

Ljósheimar Aðalþings

Ljósheimavefurinn er í mínum huga skemmtilegur vitnisburður um upphaf leikskólastarfsins í Aðalþingi, starfs sem hefur síðan þróast gríðarlega. Hann sýnir líka að leikskólastarf er ekki einn fasti, heldur síbreytilegt og tekur mið af því fólki, bæði fullorðnum og börnum sem er þar á hverjum tíma.

Matmálstímar í leikskólum

Nýlega var fjallað um áhugaverða  sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no  (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki […]

Orðsporið – Framtíðarstarfið

Forseti Íslands og aðrir gestir Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 1924 til að mennta íslensk börn, það hét reyndar eitthvað annað á þeim tíma, forða ungum börnum frá frá soll, götulífi og vondum húsakynum, en menntun var það sannarlega sem upp á var boðið. Seinna stóð Sumargjöf, að áeggjan Þórhildar Ólafsdóttur forstöðukonu í Laufásborg sem þá […]

Að umbreyta heiminum felst í að umbreyta gildandi uppeldisaðferðum

Titilinn hér að ofan er þýðing á orðum Janus Korczak (1878-1942) en hann setti sér ungur það markmið að breyta heiminum, gera hann barnvænni. Til þess að það væri mögulegt taldi hann að það þyrfti að breyta hugsanagangi fólk, fá það til að skynja og koma fram við börn á annan hátt en þá tíðkaðist. […]

Fagmaður eða framlengingarsnúra!

Í frumkvöðlafræðum er fólki kennt að semja lyfturæðu. Lyfturæða er ræða það sem þú selur hugmyndina þína á 15 -20 sekúndum. Svona eins og þann tíma sem tekur að fara á milli hæða í lyftu og það vill svo til að þú hittir akkúrat þá manneskju sem getur hjálpað þér að koma  hugmyndinni þinni í […]

Thorvaldsen – Ásborg – Sunnuás

Fyrir löngu var ég leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg, í leikskólanum Ásborg. Síðan ber ég hlýhug til leikskólans og reyndar þess sem stóð þar við hliðina Hlíðarenda, þar sem ég hóf minn feril sem leikskólakennari. Nú er búið að sameina Hlíðarenda og Ásborg og heitir hinn nýi skóli Sunnuás. Rétt áður en ég lét af starfi í […]

Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna

Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]

Lýðræði í leikskólum í anda hugmynda John Dewey

Erindi haldið í tilefni 10 ára afmæli leikskólabrautar Háskólans á Akureyri þann 27. október 2006 á Akureyri.  Maðurinn John Dewey Er hægt að svara því? Er hægt að segja hver einhver er eða var? Sennilega ekki en það er hægt að segja frá stórum dráttum í lífi hans og hluta af þeim hugmyndum sem hann […]

Maria Montessori

Maria Montessori (1870 -1952) er ein af rissessunum í uppeldisfræðinni. Hún var ítölsk fædd 1870, fyrsta konan þar í landi til að ljúka prófi í læknisfræði (1896). Hún sinnti læknisstörfum m.a. á svonefndum “fávitaheimilum” fyrir börn. Þar veitti hún því eftirtekt að börn sem fengu einhverskonar minnstu örvun, vegnaði betur en öðrum börnum. Hún komst […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar