Kristin Dýrfjörð

20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?

Kristín Dýrfjörð, þýddi og stytti ögn.

Grein þýdd og oggu stytt eftir Sissel Rimehaug Weydahl, hún birtist fyrst árið 2016 í Utdanningsnytt

Í Noregi er um þessar mundir 20 ár (skrifað árið 2016) síðan skólaaldur var lækkaður úr sjö árum í sex. Markmið yfirvalda var að með þessu fyrsta skólaári skyldi samþætta „það besta úr leikskóla og grunnskóla“.

Það sem gerðist:

Breytingar á skólastarfi: Eftir nokkur ár fóru sumir innan grunnskólans að kvarta yfir of miklum leik. Lítið var um þekkingu á hvernig nota má leik sem námsleið. Samtímis hurfu kröfur um tvo kennara í bekkjum með fleiri en 18 börn.

Áskoranir með stóra bekki: Í mörgum skólum urðu bekkir stórir  og aðeins einn kennari, sem leiddi af sér kröfu um aga og skýrar reglur nauðsynlegar. Skóladagurinn, með mikilli kyrrsetu og reglufestu, reyndist sumum 5-6 ára börnum of krefjandi.

6 ára börn og 20  mínútna athygli

Hversu lengi 5-6 ára barn getur einbeitt sér fer eftir efni og hvatningu. Fyrir kyrrsetuverkefni kemur fram í greininni að meðaltalið sé um 20 mínútur í einu, meira en það getur verið áskorun fyrir sum börn.

Börn í 1. Bekk eru að ganga inn í alveg nýjan veruleika miðað við leikskólann, þar sem mikið er um leik og frelsi. Vitsmunalega eru sex ára börn tilbúin til að nema, þau eru forvitin og mjög móttækileg fyrir nýrri þekkingu. Þess vegna er þetta fyrsta skólaár mikilvægt tækifæri til nýrrar þekkingar og hvatningu til náms. En hvernig það er skipulagt og framkvæmt skiptir máli.

Það besta frá grunnskólanum

Formleg lestrar- og skriftarkennsla, þekking á tungumálinu, mál- og hugtakanám og grundvallar tölfræðiskilningur á að vera mikilvægur hluti af kennslunni á í fyrsta bekk. Lestur, skrift og stærðfræði eru grunnur sem á að byggja á og skipa veglegan sess. Allir eiga að fá aðstoð við að læra að lesa á eigin hraða og fá lesefni sem hæfir þeirra lestrargetu. Grundvallar tölfræðiskilningur er kenndur með því að hjálpa börnunum að skilja tengslin milli hins áþreifanlega og huglægra tölutákna. Þeir sem geta ekki fylgt eftir, ættu að fá aðstoð frá kennara í minni hópum.

Svar menntamálaráðherra Røe Isaksens við áhyggjum af þeim börnum sem ekki geta fylgt jafnöldrum er „meira námsþrýstingur“. Fyrir mig þýðir það meira af því sama sem virkar ekki fyrir viðkomandi. Við þurfum að stíga skref til baka og spyrja hvernig börn á þessum aldri læra best.

Það besta frá leikskólanum – nám í gegnum leik

Leikurinn er námsvettvangur barnsins. Leikurinn er sjálfsprottinn og hvetjandi, jafnvel þegar hann er skipulagður af fullorðnum.

Leikur er mikilvægur fyrir félagslegt nám, um það eru allir sammála. Að barni líði vel og hafi hæfileika til að mynda vináttu er mikilvæg forsenda fyrir öðru námi.

En leikur getur einnig verið notaður sem aðferð til að læra að lesa, skrifa og reikna. Hlutverkaleikur hentar sem dæmi vel til þessa. Í slíkum leik er hægt að koma til móts við bæði lestur, skrift og reikning. Ramminn í kringum leikinn getur verið fantasíuheimur eða hann getur endurspeglað raunveruleikann, til dæmis læknastofu. Skilti með „læknastofa“, nöfn á sjúklingum, tilvísanir – aðeins ímyndunaraflinu eru settar skorður fyrir það sem hægt er að skrifa og lesa. Leikur í búð og smíðaleikur hentar vel til að læra um tengsl og stærðir, tölur og talningu og reikning. Það sem þarf er kennari sem undirbýr leikaðstæður og hvetur til leiks.

Þjálfun í skrift og krassi er mikilvægur grundvöllur fyrir lestri og skrift, eins og rannsóknir Leseforskning í Stavanger hafa greinilega sýnt. Þekking á því hvernig skrifað mál er byggt upp, er hægt að leika inn á marga skemmtilega vegu. Leikir með tungumálið bjóða upp á líkamlega virkni, eru hvetjandi, þeir geta verið skemmtilegir og samtímis felst í þeim mikilvægt nám.Top of Form

Hlutverkaleikur sem undirbúningur fyrir lestur og skrift

Niðurstöður úr rannsóknarverkefni Liv Vedeler, „Barns kommunikasjon i rollelek“ frá áttunda áratugnum, eru því miður lítt þekktar. Hún fann að í hlutverkaleik eru lykilþættir  sem eru grundvöllur lestrar- og skriftarfræða. Hér eru nokkrar af niðurstöðunum um hvaða þættir hlutverkaleikur styður:

  • Málkunnátta og hæfni til samvinnu og samskipta í gegnum málið. Hæfni í metakommunikation, það er að segja lýsingar á því hvernig samskiptin ættu að vera skilin („nú er eins og ég sé reiður“). Málþekking og færni er grundvöllur að því að verða góður lesandi.
  • Skilningur á táknfyrirbæri, það að eitthvað stendur sem tákn fyrir eitthvað annað. Í leiknum tákna hlutir eitthvað annað en þeir eru í raun (kubbur gæti verið brauð). Stafir og tölur standa í staðinn fyrir og eru tákn fyrir málhljóð og fjölda. Að skilja táknfyrirbærið er forsenda fyrir því að skilja stafi og tölur.
  • Hæfni til að fara frá hinu áþreifanlega til þess að óáþreifanlega og fylgja uppbyggingu og flæði í samhengi leiksins ásamt hæfni til að geta sett sig í spor annarra. Þetta eru grundvallarþættir til að skilja lesefni og tjá sig skriflega.
  • Hæfni til að búa til sögu samkvæmt frásagnarsniði, ræða og samstarfa við aðra um hvernig sagan á að vera.

Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.

Það eru engin takmörk fyrir því hvernig hægt er að nýta lestrar- og skriftarfærnina sem þau búa yfir, og það mun í leiðinni vera hvetjandi fyrir aðra til að taka upp lestur og skrift. Kennarar geta því með góðri samvisku gefið nemendum tíma og rými fyrir frjálsan eða skipulagðan hlutverkaleik.

Hvað þarf til að gera þetta mögulegt:

1. Aðgangur að tveimur kennurum að minnsta kosti hálfa skóladaginn svo hægt sé að taka út minni hópa til leiks og náms.

2. Hentug rými fyrir leik. Ýmis rými sem henta fyrir leik, standa oft auð meðan börnin eru í kennslustofunni, svo þetta ætti að vera hægt að leysa hvar sem er.

3. Kennarar sem kenna í 1. bekk, þurfa að læra kennslufræði leiks sem náms. Slík námskeið ættu að vera skylda fyrir kennara sem kenna yngstu börnum grunnskólans.

Höfundur norsku greinarinnar er : Sissel Rimehaug Weydahl er spesialpedagog i spesifikke lærevansker og medforfatter av boken «Første skoleår», Cappelen forlag 2006.

Tags:

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar