Kristin Dýrfjörð

Sarpur maí, 2012

Þegar sólin er pensill og jörðin strigi

Ég elska sólina, ekki bara vegna þess að hún vermir eða vegna þess að henni fylgir oft heiður himinn og glatt sinni. Heldur einmitt vegna andstæðu hennar, veröld skugganna. Ég get setið daginn út og inn og fylgst með skuggum. Horft á ljósbrotin í stofunni hjá mér, á gangstéttum, á húsunum sem standa næst mér. Í sundi […]

CICE

CiCe er samstarfsnet fjölmargra háskóla um alla Evrópu sem sinna kennaramenntun.  Markmið CiCe er að vinna að skilningi á meðal Evrópubúa um sameiginleg gildi og viðhorf og að vinna að mannréttindum og borgarmenntun  um Evrópu.  Árlega stendur CiCe fyrir rannsóknarráðstefnum . Þetta ár í York á Englandi og næsta ár verður hún i Lisabon í […]

Byggt fyrr og nú

Nýlega áskotnuðust mér ljósmyndir úr leikskólastarfi frá því fyrir um 50 árum síðan. Myndirnar sýna börn og starfsfólk við dagleg störf. Þau, byggja, teikna, lesa, leika úti og inni. Ég horfði á þessar myndir og hugsaði hvað margt væri nú með svipuðu sniði enn þann dag í dag. Sumt hefur auðvitað breyst en börnin breytast […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar