Kristin Dýrfjörð

Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans  á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á ráðstefnunni og eftir á var að skoða í vinnuhópum hvernig þátttakendur sæu fyrir sér óskastarf með yngstu börnunum. Eftir á fengu þátttakendur sendar samanteknar niðurstöður.

Rétt um það leyti sem ráðstefnunni lauk  hafði ég verið á námskeiði í að nota rannsóknargögn á nýjan hátt og ákvað í framhaldið að vinna úr niðurstöðunum grein þar sem ég færði gögnin í skapandi form. Ég ákvað að búa til ímyndað viðtal við leikskólakennara og nota niðurstöðurnar í svörin. Spurningar mínar voru í raun þemagreining gagnanna. Greinin birtist svo í Rögg – litlu „fréttabréfi“ sem tengdist hugmyndafræði kenndri við Reggio Emilia  og við héldum úti í nokkur ár við HA.

Nýlega í leit að einhverju all öðru rakst ég á þetta efni og fór að velta fyrir mér hvað hefur staðist tímans tönn, hvort leikskólakennarar séu enn sammála eða hvort hugmyndir fólks séu e.t.v. komnar í allt aðra átt.  Sumt sem var nýtt þá hefur staðist tímans tönn, t.d. var rætt þarna um námstækifæri (þar kölluð lærdómstækifæri), um öðruvísi skipulag en svo má líka sjá ýmsar hugmyndir sem hafa fylgt leikskólanum nærri eins lengi og elstu menn muna. 

Til að lesa greinina í heild er hægt er að smella á tengilinn hér að ofan eða hverja ljósmynd fyrir sig. 


gaggalatutti 1

gaggalatutti 2

gaggalatutti 3

gaggalatutti 4

gaggalatutti 5

gaggalatutti 6

Tags: , , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar