Kristin Dýrfjörð

Hádegislúrinn

thelma málaÁ dagheimilum* fyrri tíma fengu nær öll börn sér lúr í hádeginu, sumu sváfu önnur lúrðu og hlustuðu á sögur. Þetta var nær undantekningalaust. Svo fór að bera á því að lúrinn fékk nýtt yfirbragð, varð að rólegri stund, við dund eða jafnvel lestrarstund í lestrarkrók. Eldri börnin hættu að sofa og hvíldardýnur með tilbehör á eldri deildum heyrðu víða sögunni til. Auðvitað ekki allstaðar en víða.

Áðan las ég nýlega grein frá Bretlandi um tengsl minnis og svefns hjá mjög ungum börnum. Að það er í svefninum sem úrvinnsla upplýsinga og þekking mótast og festist. Svefninn er talinn hafa áhrif á heilaþroska barna til góðs. Hjá ungum börnum er þar fjallað um dagsvefn og að hann þurfi að vera lengur en 30 mínútur til að skila sér til þroska heilans og til að festa í minni. Í greininni er reyndar líka fjallað um rannsóknir á minni fullorðinna og hvernig svefn stuðlar að betra minni og hjálpar fullorðnum að vinna úr vandamálum og flóknum viðfangsefnum.

Allt er þetta í þá átt að hádegislúrinn hafi verið og sé af hinu góða og við eigum frekar að stuðla að honum en henda út.

 Bangsi lúrir, bangsi lúrir

bæli sínu í

hann er stundum stúrinn

styrður eftir lúrinn

að hann sofi, að hann sofi, enginn treystir því

* Áður skiptust leikskólar í dagheimili allan daginn og leikskóla hálfan daginn, fyrir eða eftir hádegi.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar