Kristin Dýrfjörð

Leikdeig – þægileg uppskrift

leikdeig 2Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, bæði ung börn og stálpuð finnst gaman að leika með deigið. Fyrir utan að það er gott fyrir fínhreyfingar, þjálfar minni og stærri vöða í höndum, stuðlar að samhæfingu handa og augna, reynir á sköpun og sköpunargleði  og margt fleira.

Hér er uppskriftin:

2 bollar hveiti
1/2 hálfur bolli fínt salt
2 tekeiðar vísteinslyftiduft.
2 teskeiðarr matarolía
um það bil 1 1/2 bolli sjóðandi vatn (ef deigið er litað er litnum bætt í sjóðandi vatnið). Val 1 matskeið sýróp gefur slétta áferð.

Þurrefnum er blandað vel saman,
Olíu og vatni (með eða án litar) helt út í og hrært,

Hnoðað hressilega, annað hvort bætt við vatni eða smá hveiti þar til rétt áferð fæst.

Góða skemmtun

Tags: , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar