Kristin Dýrfjörð

Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?

læra saman ráðhúsiAð prófa sig áfram og gera tilraunir í gegn um leik er á undanhaldi í mörgum bandarískum leikskólum. Ástæðan er þrýstingur í átt til læsis, að börn eigi að vera læs þegar þau fara úr leikskólanum. Þrýstingurinn leiðir til þess að fjöldi kennara eyða meiri og meiri tíma í að kenna börnum lestur og  og sinna því sem gæti útlagst lestrartengt starf. Börn taka þessu misvel og sum upplifa aðallega þrýsting og mistök, þau öðlast með öðrum orðum ekki trú á eigin getu heldur þvert á móti, fyllast vanmetakennd. Bent er á að þetta komi sér einstaklega illa fyrir börn í áhættuhópum og það sé ekkert sem segi að börn sem verða læs 5 ára verði betri í lestri í framtíðinni en þau sem verða læs 6 eða 7 ára.  Samtökin Alliances for childhood benda á nokkru atriði sem þau telja að leikskólafólk og aðrir verði að hugleiða.

  • Endurskoða þá sýn að börn verði að verða læs í leikskóla – Að sjálfsögðu telja þau mikilvægt að vinna með málið, hið talaða orð, að börn kynnist heima bóka og lesturs en lestrarkennsla eins og hefur verið að færast í vöxt henni verði sleppt. Börn þurfa möguleika til að leika skapandi, þau þurfa ríkulegt umhverfi sem hvetur þau til að rannsaka, sem ýtir við þeim og er þáttur í þroska þeirra og lestrarskilningi. (Verður hluti af tilvísunarramma þeirra).
  • Til að geta útbúið leikumhverfi sem er ríkulegt og hvetur til þroska barna þarf góða kennaramenntun, kennarar verða búa yfir skilningi á þroska barna, þeir verða að kunna að fylgja barninu eftir og búa yfir mikilli hagnýtri þekkingu á leiknum, eðli hans og möguleikum. (Og svo vitnað sé til Öksnes hinnar norsku þá verðum við líka að geta leyft leiknum að vera til leiksins vegna ekki bara vegna þess að við sjáum í honum hin og þessi markmið). Það þarf að mati Bandaríkjamanna að styrkja leikinn í leikskólakennaramenntuninni.
  • Stefna um hvernig leikskólar eigi að vera. Samtökin er á því að það sé ekki til ein sönn mynd af hvernig leikskóli henti öllum (hafna væntalega með því DAP). Námskrá leikskóla á að enduróma leik og meiri leik, en minna af verkefnum og skipulögðum stundum. (Listinn er að útbúa og leiða leikinn á þær brautir að í gegn um hann sé tekið á öllu sem fólk annars  sér fyrir sér í þessum svonefndu markvissu skipulögðu stundum. Í raun er meiri krafa á fagmennsku leikskólakennara í leikmiðuðum leikskólum en nokkur staðar annarstaðar). SKIMANIR og próf á bara að gera þegar grunur er um að allt sé ekki eins og best verður á kosið. Gera á ráð fyrir að mikil tími gefist fyrir leik úti og inni, fyrir leik með kubba, þykjustuleik, hreyfileiki og svo framvegis.

Nú er hægt að velta fyrir sér á hvaða leið við erum hérlendis. Erum  við á leið prófanna og því sem stundum er nefnt bein kennsla? Með „markvissum“ stundum um hitt og þetta eða erum við á leið leiksins? Samkvæmt leikskólahluta Aðalnámskrár leikskóla er hin opinbera stefna leikmiðuð. En er önnur stefnumörkun hins opinbera í sömu átt?

Fyrir þá sem vilja lesa um rannsóknir sem styðja ofangreint þá er bent á slóðina. The Alliance for Childhood

og á heimasíðu: http://www.allianceforchildhood.org/home

Tags: ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar