Kristin Dýrfjörð

Makerspaces eða sköpunarrými

Hvað er makerspace eða sköpunarrými?

IMG_3547 DSC07553Síðustu ár hefur hugtakið Makerspace farið eins og sina um hinn vestræna heim. Hugtakið sjálft er nokkuð nýtt en það byggist á gömlum og stöðugum stoðum. Eins og það er notað hérlendis er það ættað frá Bandaríkjunum. Hugtakið eins og það er gjarnan notað er komið frá tímaritinu Make magazine sem var sett á stofn árið 2005 og margir álíta nokkurskonar Biblíu maker hreyfingarinnar. Jafnframt er talið að hreyfingin hafi komist á flug þegar þeir hófu að standa fyrir stórum „Maker“ messum.

Flestir eru sammála um að vinnubörgðin og viðfangsefnin séu ef til vil ekki ný hugmyndafræði, sérstaklega innan leikskólans, þar hefur fólk verið að dunda, dútla og skapa með allskonar endurvinnanlegan og annan efnivið lengi. Margt tengist líka handíðum og áherslum á handverk. Það sem er kannski öðruvísi er að í Makerspaces eða sköpunarrými eins og ég vel að þýða orðið er að þar er hinu vél- og stafræna bætt markvisst inn.  Eitt af því er talið einkenna sköpunarrýmin er að þau einkennast af því að fólk vinnur saman í tilteknu rými (börn og fullorðnir (DoItTogether)) en ekki að gera allt sjálfur (DoItYourselfe). Markmiðið er að fólk læri saman, hvert af öðru og bæði deili þekkingu sinni og læri af öðrum. Má segja að sköpunarrými byggist á að má út landamæri milli þeirra sem þar læra og kenna.

Hverjir kenna í sköpunarrýmum?

Áherslan í sköpunarrýminu er á að hver sem geti í raun verið kennari  og allir sem þar eru hverju sinni eru kennarar. Hugmyndin er að allir sem þangað koma deili reynslu sinni og þekkingu séu opnir fyrir að fá hjálp og hjálpa.  En það má segja að kennarar séu:

 • Börn – þau  eru uppspretta upplýsinga og þekkingar.
 • Kennarar, bæði hinir formlegu og frá samfélaginu, foreldrar, afar og ömmur og enn fleiri… (allir sem vilja leggja sitt af mörkum í sköpunarrýminu).
 • Upplýsingaveitur  – upplýsingar af neti… bækur, tímarit (já, þið þekkið mr. google og leit.is).
 • Tæki og efniviður. (Og þið sem þekkið til Reggio Emilia hugmyndafræði munið að þar er talað um umhverfið sem þriðja kennarann).

læra saman ráðhúsi

 

Hvernig fer kennslan fram?

Kennslan á sér stað í sérstökum sköpunarrýmum, sem eru útbúin með efnivið og tæki sem fólk hefur aðgengi að . Sum sköpunarrými eru auðvitað hluti af skólum og ekki opin fyrir almenning, önnur eru t.d. í bókasöfnum og/eða öðrum opinberum byggingum og eru opin fyrir hvern sem vill á ákveðnum tímum. Þau sem ég skoðaði t.d. í Svíþjóð eru opin 2-3 í viku fyrir almenning. En hvernig fer kennslan fram? Hún byggist á samstarfi, samvinnu og velvilja. Til að koma fólki af stað eru ýmsar aðferðir nýttar:

 • “Kveikjur” sem stuðla að og lóðsa nám barna. Kveikjur eru settar fram og eiga að vera fólki sem kemur að innblástur.
 • Hvetjandi sameiginlegur innblástur (leita til hvers annars, horfa frá kennaranum), sjá og fylgjast með því sem samverkafólkið er að gera, fá hugmynd af hugmynd..
 • Hvetjandi  sameiginleg gagnrýni (að hjálpast að við að veita uppbyggjandi en samtímis sanngjarna gagnrýni, ekki bara gagnrýni vinurinn, heldur líka þessi jákvæði gagnrýni)
 • Að átt sig á að það getamargir verið kennarar ekki bara sá sem hefur hið formlega starfsheiti, En þeir sem það hafa þurfa að læra að sveiga frá þvi að þurfa að hafa stjórnun og vald – kennarar gefa frá sér vald til annarra (uppsprettna).

Námið í sköpunarrýminu á sér stað með:

 • Læra í geng um þátttöku – vera niðursokkin.
 • Læra í gegn um að gera með því að framkvæma.
 • Læra í geng um að vera íhugull  – til staðar í núinu.

Hvernig lítur rýmið út?

Að lokum ætla ég að fjalla um hvernig Sköpunarrými geta litið út. Þau eru opin, aðgengileg, þau segja sig svolítið sjálf. Þau bjóða fólk velkomið, þau ýta undir sköpun og forvitni og löngun til að bæði vera og gera til að leika sér með hugmyndir og efni. Efnivið er komið fyrir á ákveðinn hátt, hann er aðgengilegur sem og þau tæki og tól sem til staðar eru. Sköpunarrými eru sveigjanleg en samtímis sértæk. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sköpunarrými sem ég heimsótti í Västerås í Svíþjóð

SAM_0087 SAM_0091 SAM_0100 SAM_0099 SAM_0097 SAM_0071

Tags: , , , ,

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar