Kristin Dýrfjörð

Ögrandi hegðun barna er áskorun

 

thelma og báturÉg var að lesa bæði skemmtilega og áhugaverða grein. Þar er fjallað um áhrif þess hvaða afstöðu leikskólakennarar taka til barna almennt – til þess hvernig þeir líta á og vinna með hegðun sem þeim finnst óæskileg og/eða ögrandi. Dæmi um slíka hegðun er; öskra, bíta, lemja, sparka, ljótur munnsöfnuður, skilja börn eftir útundan og fleira. Afstöðu leikskólakennara er skipt í fernt (sjá hér að neðan).

Í greininni er því lýst hvernig með því að endurskoða afstöðu sína til barna leikskólakennarar breyta starfsaðferðum og áhrifum þess á „hegðun“ barna.

1. Barnið er eign hins fullorðna, hinn fullorðni tekur allar ákvarðanir fyrir barnið, enda hefur barnið ekki til þess þroska. Þegar þetta er afstaða hins fullorðna þá er litið á barn sem ögrar sem ófært um að stjórna hegðun sinni og það er hlutverk hins fullorðna að taka ábyrgð á hegðun barnsins. Þær leiðir geta m.a. byggst á atferlismótun eða lyfjagjöf.

2. Barnið er hlutgert, það er litið á börn sem saklaus og varnarlaus, það er hinna fullorðnu að bera ábyrgð og vernda barnið fyrir sjálfum sér og öðrum. Leikskólakennarar sem hafa þessa afstöðu, kenna barninu viðeigandi hegðun, að vera þægt barn, oft byggða á þekkingu á þroskastigum sálarfræðinnar. Ef kennarinn ræður þrátt fyrir það ekki við hegðunina, kallar hann á sérfræðing, t.d. sérkennsluráðgjafa eða sálfræðing.

3. Barnið er þátttakandi í ákvörðunum um eigið líf. Rætt er við barnið um ögrandi hegðun og afleiðingar hennar, en leikskólakennarinn hefur lokaorðið um hvernig brugðist er við, hann tekur ákvörðunina. Dæmi, leikskólakennari getur sagt börnunum hvaða hegðun sé óæskileg, svo sem að; lemja, skilja útundan, sparka… og hann gefur þeim verkfæri til að þau geti brugðist við, ef þú ert laminn, láttu kennara vita, ef þú ert reið notaðu þá orð. Börn þurfa hjálp hinna fullorðnu til að skilja og bregðast við hegðun sinni, þau hafa ekki forsendur til að skilja hana sjálf.

4. Barnið er gerandi (social actor) í eigin lífi sem tekur þátt í að skapa og hafa skoðanir á umheiminum og hefur rétt til þátttöku í ákvörðunum sem varða það. Leikskólakennari sem hefur þessa afstöðu til barna telur að þau hafi fram að færa gildar skoðanir um starfið og námskrá leikskólans. Leikskólaennarinn íhugar gagnrýnið með börnunum og ræðir t.d. ögrandi hegðun við þau. Börnin hafa fram að færa ýmislegt sem getur t.d. varpað ljósi á hegðun og þau geta breytt henni.

Í greininni er fjallað um verkefni/rannsókn sem miðaði að því að fá leikskólakennara til að endurskoða afstöðu sína til hegðun barnanna, skilgreina hvers vegna þeir brugðust við eins og þeir brugðust við og til að skoða hegðun barnanna  frá mörgum hliðum.

Að lokum þá hvet ég sem flesta leikskólakennara að lesa greinina.

MacNaughton, G., Hughes, P., & Smith, K. (2007). RETHINKING APPROACHES TO WORKING WITH CHILDREN WHO CHALLENGE: ACTION LEARNING FOR EMANCIPATORY PRACTICE. International Journal of Early Childhood, 39(1), 39.

Greinin birtist áður á blogginu mínu roggur.blog.is 5.3 2008.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar