Kristin Dýrfjörð

Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin

Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin.  Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa

DSC08648 starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi.  Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á sumt annað. Ég velti fyrir mér forsendum þess starfs sem á sér stað með fimm ára börnum  í sumum grunnskólum. Get ekki sagt að þeir skólar sem þarna kynntu hafi skorað stig hjá mér, þvert á móti styrktist ég í þeirri afstöðu minni að það beri að fara varlega, Mjög, mjög varlega.  Ég gat ekki séð á kynningunum í morgun að starfið sé mjög mikið á forsendum barna eða aðalnámskrár leikskóla. Heldur snérist það fyrst og fremst um þarfir viðkomandi grunnskóla og að þjóna hugmyndafræði sem sumir tengja markashyggju (meðal annars ég). Mér finnst leitt ef það særir einhvern, en þannig var upplifun mín á  kynningunum.

Bæjarstjórinn í Garðabæ tók að sér að vera ómengaður fulltrúi nýfrjálshyggjunnar með áherslu á skólaval og samkeppni. Hann stóð sig ágætlega í því. Erindi hans tengdist erindi Gests Guðmundssonar (sem reyndar gleymdi lengstum að hann væri að tala við leikskólafólk en ekki framhaldsskólakennara) en Gestur fór vel af stað með umfjöllun um að í landinu væru tvær menntastefnur, þessi norræna og svo þessi markaðsdrifna. Hefði verið áhugavert að heyra meira af þeim pælingum og tengja þær leikskólastiginu.

Það var áhugavert að hluta á Jóhönnu Einarsdóttur lýsa skoðun foreldra og óskum þeirra um að börnunum liði vel og lærðu samskipti í leikskólum. Kristín Karlsdóttir fjallaði um muninn á leik á forsendum barna og leik á forssendum kennara, dæmin frá því um morguninn sýndu báðar tegundir. Það var líka áhugavert að hlusta á Bryndísi Garðarsdóttur og Guðbjörgu Pálsdóttur fjalla um hvernig hægt er að nálgast stærðfræði í frjálsum leik. Samtekt Örnu Jónsdóttur um sögu RannUng sýndi metnaðarfulla og flotta rannsóknarstofu sem hefur haft verulega áhrif á íslenskt leikskólastarf.

 

RannUng til hamingju með 10 ára afmælið.

 

Punktar eftir ráðstefnu Rannung þann 15 maí 2017

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar