Kristin Dýrfjörð

Til þess er leikurinn gerður

New Picture (11)Í dag  4. febrúar 2017 er haldið upp á við Háskólann á Akureyri að 20 ár eru síðan að leikskólakennaranám hófst þar. En Háskólinn á Akureyri reið á vaðið, þar var fyrsta háskólanám fyrir leikskólakennara á Íslandi. Reykjavík fylgdi svo í kjölfarið. Við verðum með málþing í tilefni þessara tímamóta, sem er auðvitað í leiðinni hluti af bæði dagskrá í kring um Dag leikskólans (sem er líka stofndagur fyrsta félags leikskólakennara 1950) og 30 ára afmælishátíð Háskólans á Akureyri.

Í tilefni dagsins eru nokkur erindi um leikinn og svo ætlar fulltrúi fyrsta hópsins að ávarpa okkur og fleiri úr þeim hóp að vera með einnig mun formaður kennaradeildar háskólans á Akureyri, Bragi Guðmundsson ávarpa viðstadda. Guðrún Alda Harðardóttir fyrsti formaður leikskólabrautar og ein þeirra sem barðist hvað ötulast fyrir að námið fór á bæði upp á háskólastigið og hingað norður ætlar líka að vera með okkur í dag.

Þetta er mikil hátíðardagur í lífi okkar norðafólks og vonandi fleiri.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar