Kristin Dýrfjörð

Myndin af Tindastól

Árið 2013 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Orðsporið á degi leikskólans. En það er viðurkenning sem Félög leikskólakennara, Samband sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið veita. Í tilefni þess var ég beðin um að skrifa litla hugleiðingu í Skólavörðuna. Ég ákvað að rifja upp mína eigin skólagöngu og þá sem höfðu áhrif á mig. Áðan rakst […]

Gaggala tutti

Sumarið 2001 stóð leikskólabraut Háskólans  á Akureyri fyrir ráðstefnu um yngstu börnin í leikskólanum sem við kölluðum Gaggala tutti. Þetta var fyrsta ráðstefnan hérlendis þar sem yngstu börnin og starfið með þeim var í fókus. Fjölmörg erindi voru flutt og þurfti að flytja þau tvisvar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Meðal þess sem gert var bæði á […]

Að undrast

Í mín eyru hafa leikskólakennarar í Reggio Emilia sagt frá því að þegar Malaguzzi hitti þá hafi hann haft fyrir venju að spyrja: „Yfir hverju hefur þú undrast í dag?“ Ein leið til að undrast daglega og oft á dag felst einmitt í uppeldisfræðilegri skráningu. Með skráningunni er starfið gert sýnilegt, nám barna og pælingar […]

Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna

Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]

Eðlisfræði í leikskóla

Eðlisfræði er daglegt viðfangsefni barna í leikskólum. Þau fást við ýmis eðlisfræðileg lögmál í gegn um leikinn. Fást þar við eðli hlutanna. Þau lyfta hlutum, láta þá renna, falla, þau róla sér, byggja úr kubbum, nota segla, láta hluti fljóta og sökkva og margt margt fleira. Í viðtali sem Pétur Halldórsson tók við mig á […]

Leikskólinn? Er hann svo frábær?

Ég er afar stolt yfir því að hafa valið mér að verða leikskólakennari. Ég hef verið í baráttuliðinu lengi. Barist fyrir tilveru og viðurkenningu fyrir bæði leikskólann og fyrir nám leikskólakennara. Ég hef líka tekið þátt í kjarabaráttunni. Þegar ég var ung var ég bjartsýn og taldi skilning og viðurkenningu handan við næsta horn. Ég […]

Mótandi áhrif málsins

Innan leikskólafræðanna hefur fólk verið upptekið af mótun starfsins í gegnum málið. Það var ekki að ástæðulausu að leikskólakennarar lögðust eftir því að fá bæði starfsheiti sínu og samnefnara fyrir vinnustaðinn breytt. Þegar menntun leikskólakennara hófst hér 1946 varð fóstruheitið fyrir valinu, en það hafði áður verið notað um þær stúlkur sem unnu við smábarnauppeldi. […]

Um lýðræði

Nokkur orð  frá mér um lýðræði. Tvö örstutt myndbönd frá undirbúningi Þjóðfundar 2009.    

Hið faglega sjálf

Eftirfarandi færslu skrifaði ég og birti ég fyrir nokkrum árum á blogginu mínu. Ástæðan var að ég hafði fengið athugasemdir frá utanaðkomandi aðilum um skoðanir mínar, svo langt gekk það að ákveðinn aðili taldi sig þurfa að kvarta formlega við samstarfsfólk mitt og yfirmenn. Í framhaldi velt ég fyrir mér skoðunum mínum og hversu opinberar […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar