Kristin Dýrfjörð

Möguleikar barnabóka í leik- og grunnskólum

Margaret Read MacDonald
 

 Þann 15. september nk. heimsækir barnabókahöfundurinn og sagnaþulurinn Margaret Read MacDonald Háskólann á Akureyri og verður þar með bæði opinn fyrirlestur og vinnusmiðju fyrir áhugasama. 

Fyrirlestur hennar fjallar um hvernig hægt er að nota sögur og segja sögur með börnum á ýmsum aldri. Hann verður í stofu N102 frá 10.00 – 10.40. 

Eftir hádegi sama dag frá klukkan 16.00 – 18.00 verður opin vinnusmiðja með Margaret Read MacDonald á vegum leikskólans Urðarhóls í húsnæði Háskólans á Akureyri þar sem hún vinnur með fólki í að segja sögur. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo að áríðandi er að skrá sig sem fyrst á síðunni http://www.leikuradbokum.net/. Þátttökugjald er kr. 5.000 og geta félagsmenn KÍ fengið það endurgreitt.

Í nýjustu bók sinni Teaching with Story: Classroom Connections to Storytelling  fjallar hún um m.a. um  atriði sem tengjast því að segja og nota sögur og nýtist bæði leikskóla- og grunnskólakennurum sem og þeim sem halda utan um barnabókasöfn. Hún fjallar um hvernig hún notar sögur til að; byggja upp samfélag í hópnum, læra um hvert annað, tengja læsi í víðum skilningi, hvernig hægt er að stuðla að dyggðum í uppeldi, hvernig hægt er að nota sögur til að ýta undir sköpun, skapandi hugsun og vinna með listir sem og að byggja upp trú barna á eigin getu. Hún gefur mörg og góð ráð til að muna sögur og segja sögur og fleira og fleira.

Leikskólinn Urðarhóll í Kópavogi hefur veg og vanda af heimsókn Margaret Read MacDonald til Íslands en hér á Akureyri er heimsóknin skipulögð í samráði við starfsfólk kennaradeildar Háskólans á Akureyri.

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar