Kristin Dýrfjörð

Sarpur leikskólakennaranám

Matur og matarmenning

Það eru tengsl á milli þess að matarvenjur hafa þróast og þess hvernig holdafar okkar jarðarbúa hefur breyst. Við stöndum t.d. frammi fyrir gríðarlegri aukningu á ofþyngd. Ekki bara á meðal fullorðinna, heldur líka á meðal barna. Og fleiri börn greinast með sjúklega ofþyngd en nokkrum sinnum áður.

Leikskóli í krísu

Frá hruni hefur leikskólinn átt í vanda. Þá var lofað að slá skjaldborg um málefni m.a. barna og skólakerfisins. Í upphafi hélt loforðið, en smám saman tók að höggva í; leikskólar þurftu að spara, ýmis störf voru lögð niður, minna var ráðið í afleysingar og að lokum voru margir leikskólar sameinaðir, þvert á vilja þeirra […]

Orðsporið – Framtíðarstarfið

Forseti Íslands og aðrir gestir Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 1924 til að mennta íslensk börn, það hét reyndar eitthvað annað á þeim tíma, forða ungum börnum frá frá soll, götulífi og vondum húsakynum, en menntun var það sannarlega sem upp á var boðið. Seinna stóð Sumargjöf, að áeggjan Þórhildar Ólafsdóttur forstöðukonu í Laufásborg sem þá […]

Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar

Eftirnýlenduvæðing hugarfars er viðfangsefni sem fleiri og fleiri hafa velt upp. Eftirnýlenduvæðing felur í sér að tiltekinn hugarheimur smitar eða tekur yfir annan. Þetta getur gerst smám saman og sá sem fyrir verður er ekki endilega meðvitaður um það sem er að gerast. Má sem dæmi benda á uppgang nýfrjálshyggjunar og skilgetins afkvæmis hennar, markaðshyggjunnar […]

Lífsplanið mitt

Þeir hafa liðið hratt áratugirnir síðan ég ákvað að verða leikskólakennari.  Frá því að ég man eftir mér eru nokkrir þættir í umhverfinu sem mér hafa þótt skemmtilegri en aðrir, mér hefur t.d. alltaf þótt saga og sagnfræði sérlega skemmtileg, í barnaskóla gat ég ekki beðið eftir að þessi fög yrðu hluti af námi mínu, […]

Eru börnin strengjabrúðustjórnendur?

  Er munur á að hlusta á börn eða elta hugmyndir barna?  Áður en ég kem að því vil ég fá að deila með lítilli frásögn með lesandanum, sumir geta meira að segja speglað sig í henni. Vorið 2008 hlustaði ég á kynningu á þróunarverkefni í leikskóla. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni margra leikskóla til […]

Hvað gera leikskólakennarar?

  Hvað felst í starfi leikskólakennara? –Þeir vinna með börnum –Þeir skipuleggja umhverfi og nám barna. –Þeir taka þátt í að rannsóknum barna. –Þeir gera skráningar á námi barna og lesa úr þeim með samstarfsfólki, börnum og foreldrum. –Þeir taka daglega þátt í alla vega skapandi athöfnum. –Þeir eru bæði úti og inni. –Enginn dagur […]

Skapandi nám

Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi. Starf í leikskólum er skapandi, þar er hver dagur nýr dagur með ný verkefni og ævintýr. Til þess að geta tekið þátt í undrinu sem nám barna er skiptir máli að hafa góðan undirbúining í skapandi starfi. Við HA leggjum við áherslu á […]

Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er  fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar