Kristin Dýrfjörð

Merkingabærar samræður skipta mestu fyrir málþroska barna, ný alþjóðleg rannsókn

Kristín Dýrfjörð, 9. apríl.

Í sænska leikskólakennarablaðinu Förskolan er fjallað um rannsóknir, ég ákvað að þýða grein um risastóra alþjóðlega rannsókn á málþroska barna lauslega. Rannsóknin sem fjallað eru um er um mikilvægi hins talaða máls fyrir málþroska og í aftast í textanum er bent á fleiri rannsóknir sem skipta máli og fólk getur kynnt sér. Mér finnst áhugavert að í viðtlainu við Iris-Corinna Schwarz, bendir hún á að fyrir flest börn sé ekki þörf á að bæta inn alla vega málörvunarstundum og prógrömmum, áherslan ætti að vera á hið talað mál öllum stundum. Hún bendir líka á að það þarf ekki alltaf fullorðan til, börn geta líka verið samræðufélagar og örvað önnur börn, eins og t.d. sást í rannsókn okkar Guðrúnar Öldu í matmálstímum í Aðalþingi þar sem börn héldu uppi flóknum samræðum við hvert annað. Það sem skiptir máli er þátttaka í samtalinu. Í því samhengi má velta fyrir sér hvort að t.d. mjög fjölmennar samverustundir bjóði upp á slíkt fyrir öll börn. Það má líka velta fyrir sér hvernig samtölum með raunverulegri þátttöku barna reiðir af í fimm ára bekkjum sem nú eru í umræðunni á meðal sums stjórnmálafólks. Þar sem iðulega er lögð áhersla á meira akademiskt nám fyrir börn og minni leik. En hér kemur greinin.

Ju mer prat – desto fler ord lär sig barnen (greinin)

Félagsleg staða fjölskyldunnar er ekki það mikilvægasta í tengslum við málþroska barna. Ekki heldur kyn barnsins né hversu mörg tungumál eru töluð í umhverfi þess.

Það sem er mikilvægast fyrir málþroska er að foreldrar og aðrir í nærumhverfi barnanna tali við þau, segir Iris-Corinna Schwarz, dósent í málvísindum við háskólann í  Stokkhólmi.

Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar á hljóðumhverfi hjá 1001 barni frá tólf löndum og sex heimsálfum. Rannsóknargögnin eru yfir 40.000 klukkustundir af upptöku af hljóðumhverfi barna. Rannsóknin, með þátttakandi fræðimönnum frá Stockholms háskóla, er birt í vísindatímaritinu PNAS.

Beint samband við lestrar- og þróun ritunar

Iris-Corinna Schwarz leggur áherslu á að niðurstöðurnar séu mjög góðar fréttir bæði fyrir rannsóknir og framkvæmd. Málið gegnir lykilhlutverki í málþroska barna og orðaforði er í beinu sambandi við lestrar- og ritunþróun sem og árangur í skóla.

Hlutverk leikskólakennararnir er mjög mikilvægir þegar börnin byggja upp orðaforða, segir hún.

Hún bendir á að málþroski barna þróast í daglegum aðstæðum og starfsfólkið þarf ekki endilega að flækja hlutina með aukalegur þáttum.

Það sem er mikilvægast er að tala, tala, tala. Til dæmis þegar allir ætla út í garðinn að leika – að nota tímann í fataherberginu þegar börn eru að klæða sig úr og í til að ræða saman það. En málið snýst ekki að tala yfir börnum, börnin þurfa að fá tækifæri til að vera þátttakendur í samtalinu. En Iris-Corinna Schwarz  segist skilja að það getur verið erfitt fyrir kennara sem er einn með stóran hóp barna.

Mikilvægara en fólk taldi

Það að málþroski barna byggist á hversu mikið tal barnið heyrir er ekki nýtt, segir Iris-Corinna Schwarz. Nýjar upplýsingar sem alþjóðlega rannsóknin hefur fram að færa, er að tal hefur meiri þýðingu fyrir málþroska en áður viðurkenndir þættir eins og félags og menntunarleg staða fjölskyldunnar, kyn barnsins, og mögulegt fjöltyngi. Rannsóknin sýnir að fyrir hverja hundruð setninga sem barnið heyrir á klukkustund segir það sjálft 27 fleiri setningar.

Örvunin þarf ekki að koma frá fullorðnum til að málið þróist. Hún getur einnig komið frá öðrum börnum. Tveggja ára börn geta ekki lært málið af öðrum tveggja ára börnum, en yngri börn geta lært af eldri börnum sem eru farin að móta heilar setningar. Sem hluti af vinnunni við að koma af stað málþróun í leikskóla getur því verið gott að hafa aldursblandaða hópa í leikskólanum, segir Iris-Corinna Schwarz.

Þýdd og ögn stytt grein eftir TORBJÖRN TENFÄLT í Förskolan 24. Janúar 2024.

AI mynd

Ny studie: Planerad högläsning ovanlig i förskolan

Förskolans metod får alla barn att hänga med i läsningen

Stenkula: Sluta nedgradera leken i förskolan

Forskarna: Prioritera högläsning i förskolan

Um rannsókina Everyday language input and production in 1,001 children from six continents: https://doi.org/10.1073/pnas.2300671120

Tags:

Sorry, the comment form is closed at this time.

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar