Kristin Dýrfjörð

Sarpur apríl, 2014

Leikskólinn sumargjöf til íslenskra barna

Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í […]

Lýðræði með eins til þriggja ára – samverustundir

Í nýjasta Bagspejlet er m.a. fjallað um rannsókn á samverustundum með yngstu börnunum, möguleg áhrif þeirra og þátttöku. Rannsóknina gerðu þær Eide, OS og Samuelsson (2012) og hún tekur til mikilvægi þess að leikskólakennarinn þori og geti svolítið leikið af fingrum fram, þori að grípa boltann frá börnunum og gefa hann aftur. Í umfjölluninni er […]

Öryggislaus börn – tilfinningalega vanrækt börn

Í Bretlandi var nýlega fjallað um rannsóknir á tengslum ungra barna og foreldra. Helstu niðurstöður eru í þá átt að eitthvað mikið sé að í tenglamyndun um 40% barna og foreldra þeirra, tengslin séu ekki eins sterkt og þau ættu að vera.  ÞAð er forvitnilegt að vita hvernig þessu er farið hér? Tengslaskortur er aðallega […]

Hin hljóða markaðsvæðing: Skólakerfi á krossgötum

Fyrir nokkrum vikum var ég beðin um að flytja erindi um markaðsvæðingu skólakerfsins á ráðstefnu VG um sveitarstjórnarmál sem haldin var 12. apríl 2014. Ég ákvað að slá til enda málið mér hugleikið.  Margir hafa falast eftir erindi mínu og ákvað ég að setja það inn sem PDF skjal hér á vefinn minn fyrir áhugsama. […]

Áhrif fjölmiðla á leik barna

Samkvæmt Aðalnámskrá á að tengja starfið í leikskólanum því umhverfi og menningu sem barnið lifir og hrærist í. Þar er lögð áherslan á þá menningu sem hægt er að skilgreina sem fullorðinsmenningu. Menning hefur m.a. verið skilgreind sem þær: Hugmyndir, gildi, reglur og norm sem við meðtökum frá eldri kynslóðum og við viljum að næst […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar