Kristin Dýrfjörð

Sarpur KD

Einingakubbar og Aðalnámskrá leikskóla

Kristín Dýrfjörð skirfar 9.10 2025 Í flestum leikskólum á Íslandi eru til einingakubbar. Þeir eru dásamlegur efniviður sem er stundum vannýttur. En þeir eru kjörnir til að framfylgja afar mörgum þáttum Aðalnámskrár leikskóla. Aðalnámskrá leikskóla fjallar um bæði um það nám sem á að eiga sér stað í leikskólum sem og starfshætti og ábyrgð leikskólakennara […]

Sköpun, sjálfbærni og líðan í leikskólum: Innsýn frá Íslandi og Slóveníu

Greinin „Art for Well-being: Insights into Early Childhood Education in Slovenia and Iceland“ eftir Petru Štirn Janota og Kristínu Dýrfjörð birtist í Journal of Elementary Education í september 2025. Hún fjallar um hvernig list- og menningarstarf tengist vellíðan í leikskólum og ber saman reynslu og viðhorf leikskólakennara og leikskólakennaranema í Slóveníu og á Íslandi.

Um starfsaðstæður í leikskólum

Greinin dregur upp mynd af kerfi sem stendur á brauðfótum. Starfsskilyrði leikskólakennara eru óviðunandi og hafa áhrif á bæði gæði menntunar og velferð barna. Lausnin felst ekki í því að fjölga starfsfólki heldur í því að halda í og styðja við þá sem þegar eru í starfi – fagfólk sem er undir stöðugu álagi.

Heppin börn fá góða leikskóla – en hvað með hin?

Rannsóknin gefur mikilvæga innsýn í hvernig leikskólar geta annaðhvort stutt við þroska barna – eða hindrað hann. Hún sýnir einnig að jafnvel innan sama leikskóla getur munurinn á deildum verið mikill. Þetta undirstrikar mikilvægi stjórnunar leikskóla sem meðal annars byggist á að tryggja stöðugra nærveru fagfólks og raunverulegs svigrúms í starfi – ekki bara skipulags á pappírum. Gæði leikskóla byggjast ekki á meðaltölum heldur á raunverulegum aðstæðum barna dag frá degi.

Hæglátt leikskólastarf = meiri vellíðan

Víða er dagskipulagið afar þétt og bútað í marga bita, börn og barnahópar fara oft á milli skipulagðra verkefna og tími til að dvelja í djúpum leik virðist jafnvel af skornum skammti. En hvað ef við stöldrum við og gefum okkur rými og tíma til að njóta dagsins í stað þess að flýta okkur?

Læst: Um hæglátt leikskólastarf (upptaka fyrirlestur)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Kaffiheimsóknir foreldra í leikskóla

Það er ábyrgð þeirra sem starfa í leikskólum að skapa rými fyrir fjölbreytta samvinnu við foreldra og tryggja að það verði áfram hluti af leikskólamenningunni. Það má vera að breyttar aðstæður kalli á einhverskonar endurskoðun á framkvæmd, en samstarf þarf að vera einn lykilþátta. Að lokum langar mig að benda á að það er líka ábyrgð foreldra að vilja vera í samvinnu við leikskóla og forgangsraða tíma til þess

Leikskólakennarar verkafólk tilfinninga

Kennarar í leikskólum gegna einstöku hlutverki sem „verkafólk tilfinninga“ (e. emotional labour). Þetta hugtak, sem Vincent og Braun (2013) hafa rannsakað, lýsir þeirri kröfu að kennarar verði sífellt að stjórna og miðla tilfinningum sínum faglega. Tilfinningar eru ekki aðeins hluti af persónulegu lífi þeirra, heldur verða þær hluti af fagmennsku þeirra

Af hverju er menntun leikskólakennara minna metin en annarra kennara?

Til að breyta þessari stöðu þarf samfélagið að endurskoða gildi leikskólamenntunar og fagna því að uppeldi ungra barna er krefjandi og mikilvægt starf sem krefst bæði mikillar þekkingar og ástríðu. Leikskólakennarar eru vissulega umönnunaraðilar – umönnun þeirra byggist á faglegri þekkingu, þeir eru fagfólk sem vinnur að því að leggja grunn að framtíð samfélagsins.

Þess vegna skiptir fagfólkið í leikskólanum máli

Fagfólk í leikskólum vinnur á grundvelli rannsókna og kenninga sem styðja við leik, nám og velferð barna. Þetta er langt frá því að vera einfalt – það er flókið starf sem krefst þekkingar, innsæis og skuldbindingar.

Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)

Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.

Mitt barn, mínar reglur

Ég var ekkert að pæla sérstaklega í þeim og tók ekkert eftir að þeim færi neitt á milli, fyrr en ég heyrði hávaða smell, mamman gaf dóttir sinni svo harkalega utan undir að kinninn á barninu varð eldrauð. Mér auðvitað brá og sagði að þetta mætti hún ekki. Skiptu þér ekki af því sem kemur þér ekki við, „mitt barn mínar reglur” var svarið sem ég fékk.

Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska

Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.

Kenningarleg sjónarhorn í leikskólafræðum, Barad og ný- efnishyggja

Karen Barad um gagnvirk áhrif efnis, umhverfis og barns. Þar sem megináherslan er jarðleir, ákvað ég að taka út umfjöllun um kenningar Barad um hugtakið bylgjubogun í tenglsum við leikskólafræði. Það tengist umfjöllun um það sem hefur stundum verið nefnt ný-efnishyggja (e. new- materialism) og hefur verið nokkuð til umfjöllunar innan leikskólafræða. Hins vegar fannst mér leitt að missa út Barad og ákvað því að búa til sérstakan fyrirlestur um hvernig hægt er að tengja kenningu hennar við leikskólastarf og kannski ég tengi hann líka við ný-efnishyggjuna og hvernig hún gæti birst í leikskólastarfi.

Sumargjöf 100 ára

Í dag 11. apríl 2024 eru slétt hundrað ár síðan konur komu saman í húsakynnum Óskabarns þjóðarinnar, Eimskipafélagshúsinu til að ræða um stofuna samtaka um málefni barna þeim til velfarnaðar. Ég er að tala um Sumargjöf sem var síðan stofnað formlega í sama húsi þann 22. apríl 1924. Það vill svo til að undafarna daga […]

20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?

Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.

Læst: Einelti leikskólabarna (KD myndband fyrirlestur)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Læst: Dagur leikskólans 2024 Matur og matarmenning (myndband)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Leikskólakennarar eru í starfi barnanna vegna

Í október lagði ég fyrir könnun þar sem ég spurði hvað starfsfólk leikskóla telur gefandi í starfi, hvernig það skilgreinir fyrirmyndar samstarf innan leikskóla og að lokum spurði ég um atriði sem fólk telur mest um vert að vinna að innan leikskólans. Ég sagði frá fyrstu greiningu á gögnunum á fundi Bernskunnar – Íslandsdeildar OMEP, […]

Leikskóli á tímamótum – Vellíðan og vanlíðan

Í september 2017 gerði ég könnun sem sýndi að margt hvílir á starfsfólki leikskóla, sérstaklega er snýr að mönnun og aðbúðnaði i starfi. Fram kom að álag væri tengt hávaða, fjölda barna í litlu rými, manneklu, afleysingum, skort á undirbúningstíma og fleira var tínt til. Í kjölfarið og vegna þess að Bernskan – Íslandsdeild OMEP hafði afráðið […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar