Sarpur leikskólapólitík
Um starfsaðstæður í leikskólum

Greinin dregur upp mynd af kerfi sem stendur á brauðfótum. Starfsskilyrði leikskólakennara eru óviðunandi og hafa áhrif á bæði gæði menntunar og velferð barna. Lausnin felst ekki í því að fjölga starfsfólki heldur í því að halda í og styðja við þá sem þegar eru í starfi – fagfólk sem er undir stöðugu álagi.
Heppin börn fá góða leikskóla – en hvað með hin?

Rannsóknin gefur mikilvæga innsýn í hvernig leikskólar geta annaðhvort stutt við þroska barna – eða hindrað hann. Hún sýnir einnig að jafnvel innan sama leikskóla getur munurinn á deildum verið mikill. Þetta undirstrikar mikilvægi stjórnunar leikskóla sem meðal annars byggist á að tryggja stöðugra nærveru fagfólks og raunverulegs svigrúms í starfi – ekki bara skipulags á pappírum. Gæði leikskóla byggjast ekki á meðaltölum heldur á raunverulegum aðstæðum barna dag frá degi.
Tashkent-yfirlýsingin og staðan á Íslandi

Tashkent-yfirlýsingin, sem samþykkt var á heimsráðstefnu UNESCO árið 2022, markar tímamót í alþjóðlegri umræðu um mikilvægi menntunar og umönnunar ungra barna (ECCE). Hún leggur áherslu á rétt barna til gæðaumönnunar og menntunar frá fæðingu til 8 ára aldurs og kallar eftir aukinni fjárfestingu, samþættri stefnumótun og alþjóðlegri samvinnu.
Tashkent-yfirlýsingin um umönnun og menntun ungra barna (ECCE)

ashkent-yfirlýsingin, var viðurkennd sem opinbert skjal á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á opinber tungumál SÞ—og dreift til allra aðildarríkja og sérstofnana SÞ. Þessi viðurkenning undirstrikar mikilvægi yfirlýsingarinnar á alþjóðavettvangi.
Hæglátt leikskólastarf = meiri vellíðan

Víða er dagskipulagið afar þétt og bútað í marga bita, börn og barnahópar fara oft á milli skipulagðra verkefna og tími til að dvelja í djúpum leik virðist jafnvel af skornum skammti. En hvað ef við stöldrum við og gefum okkur rými og tíma til að njóta dagsins í stað þess að flýta okkur?
Undirbúningstímar í sænskum leikskólum fá falleinkun stéttarinnar

Skipulagning er undirstaða alls – án hennar verður ekki fagleg starfsemi
Leikskólakennarar verkafólk tilfinninga

Kennarar í leikskólum gegna einstöku hlutverki sem „verkafólk tilfinninga“ (e. emotional labour). Þetta hugtak, sem Vincent og Braun (2013) hafa rannsakað, lýsir þeirri kröfu að kennarar verði sífellt að stjórna og miðla tilfinningum sínum faglega. Tilfinningar eru ekki aðeins hluti af persónulegu lífi þeirra, heldur verða þær hluti af fagmennsku þeirra
Af hverju er menntun leikskólakennara minna metin en annarra kennara?

Til að breyta þessari stöðu þarf samfélagið að endurskoða gildi leikskólamenntunar og fagna því að uppeldi ungra barna er krefjandi og mikilvægt starf sem krefst bæði mikillar þekkingar og ástríðu. Leikskólakennarar eru vissulega umönnunaraðilar – umönnun þeirra byggist á faglegri þekkingu, þeir eru fagfólk sem vinnur að því að leggja grunn að framtíð samfélagsins.
Jafnrétti í leikskólastarfi

Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]
Matmálstímar í leikskólum

Nýlega var fjallað um áhugaverða sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki […]
Leikskóli á tímamótum – Vellíðan og vanlíðan

Í september 2017 gerði ég könnun sem sýndi að margt hvílir á starfsfólki leikskóla, sérstaklega er snýr að mönnun og aðbúðnaði i starfi. Fram kom að álag væri tengt hávaða, fjölda barna í litlu rými, manneklu, afleysingum, skort á undirbúningstíma og fleira var tínt til. Í kjölfarið og vegna þess að Bernskan – Íslandsdeild OMEP hafði afráðið […]
Leikskóli í krísu

Frá hruni hefur leikskólinn átt í vanda. Þá var lofað að slá skjaldborg um málefni m.a. barna og skólakerfisins. Í upphafi hélt loforðið, en smám saman tók að höggva í; leikskólar þurftu að spara, ýmis störf voru lögð niður, minna var ráðið í afleysingar og að lokum voru margir leikskólar sameinaðir, þvert á vilja þeirra […]
Streituvaldar barna

Ég er hugsi, nú um stundir eru málefni leikskólans mér ofarlega í huga (eins og stundum áður). Ég velti t.d. fyrir mér samhengi hlutanna. Þó svo að allir sem mig þekkja viti að ég hef lengi haft áhyggjur af aðstæðum barna í leikskólum landsins er ekki svo að ég sé til í að skrifa allt […]
Það sem veldur álagi í leikskólum

Hér er fjallað um niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir 22 – 25 september 2017 um undirbúningstíma og álagsþætti í starfi í leikskólum. Sérstaklega var spurt um óskafyrirkomulag og tímafjölda í undirbúning og svo það sem hvíldi á fólki varðandi vinnuaðstöðu og vinnutíma í leikskólum. Könnunin var gerð á Surrwey monkey og var með öllu […]
Vinnuaðstæður leikskólakennara

Þar sem ég hef skoðað leikskóla víða um heim veit ég að í flestu stöndum við okkur vel með okkar leikskóla. Við höfum metnaðarfullt fólk sem vinnur í kerfinu og oftast líka pólitíkusa. En þrátt fyrir það þarf ekki annað en flétta blöðum á hverju hausti og sjá að það er eitthvað ekki í lagi. […]
Ekki góð staða hérlendis samkvæmt OECD skýrslu um stöðu leikskólans

Í júní 2017 gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim m.a. á Íslandi. Ég var reyndar nokkuð hissa að finna hana ekki og umfjöllun um hana á síðu menntamálaráðuneytisins. En í henni er margt afar forvitnilegt og líka óþægilegt. Ég setti sumt úr skýrslunni inn á fésbók hjá mér en ákvað […]
Ráðstefna Rannung um fimm ára börnin

Ég gladdist við að hlusta á sumt í dag á ráðstefnu Rannung um fimm ára börnin. Mér fannst gaman að hlusta á stjórana á Urðarhól og Ægisborg lýsa starfinu og gefa dæmi um frábært leikskólastarf þar sem leiknum er treyst sem námsleið og það stutt með dæmum úr starfi. Mér varð hinsvegar verulega ómótt þegar ég hlustaði á […]
Öll störf eru kvennastörf en skammist ykkar þið sem veljið þessi sígildu

Stundum þegar ég les að öll störf séu kvennastörf (og merkingin er að störf sem einu sinni voru talin karlastöf séu kvennastörf) og leiðin sé að brjóta upp kynbundið nám og starfsval, velti ég fyrir mér hvort ég sem hef valið mér hefðbundið kvennastarf eigi að skammast mín fyrir það val. Hvað skilaboð erum við […]
Leikskólinn í spegli Evrópu (2016)

Nú er komin út ný skýrsla frá Eurydice en hér er um að ræða bakgrunnsupplýsingar um allt skólakerfið frá leikskóla til háskóla (og svo tengsl við atvinnulífið). Minn áhugi beindist að leikskólanum og ég ákvað að taka þær myndir sem birtust í þeim kafla og setja inn í þessa færslu. Á það ber að benda […]
Matur og námsgögn í leikskólum borgarinnar

Um gjaldfrelsi á tímum niðurskurðar Einu sinni var ég leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg, eitt af því sem aldrei var sparað á þeim tíma var matur. Ég man varla eftir að hafa heyrt talað um að láta matarpeningana duga í þá daga. Nýlega ræddi ég við leikskólastjóra hjá borginni sem er stærsti rekstraraðili leikskóla í landinu, hún […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86