Kristin Dýrfjörð

Sarpur Rannsóknir

Um starfsaðstæður í leikskólum

Greinin dregur upp mynd af kerfi sem stendur á brauðfótum. Starfsskilyrði leikskólakennara eru óviðunandi og hafa áhrif á bæði gæði menntunar og velferð barna. Lausnin felst ekki í því að fjölga starfsfólki heldur í því að halda í og styðja við þá sem þegar eru í starfi – fagfólk sem er undir stöðugu álagi.

Heppin börn fá góða leikskóla – en hvað með hin?

Rannsóknin gefur mikilvæga innsýn í hvernig leikskólar geta annaðhvort stutt við þroska barna – eða hindrað hann. Hún sýnir einnig að jafnvel innan sama leikskóla getur munurinn á deildum verið mikill. Þetta undirstrikar mikilvægi stjórnunar leikskóla sem meðal annars byggist á að tryggja stöðugra nærveru fagfólks og raunverulegs svigrúms í starfi – ekki bara skipulags á pappírum. Gæði leikskóla byggjast ekki á meðaltölum heldur á raunverulegum aðstæðum barna dag frá degi.

Tashkent-yfirlýsingin og staðan á Íslandi

Tashkent-yfirlýsingin, sem samþykkt var á heimsráðstefnu UNESCO árið 2022, markar tímamót í alþjóðlegri umræðu um mikilvægi menntunar og umönnunar ungra barna (ECCE). Hún leggur áherslu á rétt barna til gæðaumönnunar og menntunar frá fæðingu til 8 ára aldurs og kallar eftir aukinni fjárfestingu, samþættri stefnumótun og alþjóðlegri samvinnu.

Hæglátt leikskólastarf = meiri vellíðan

Víða er dagskipulagið afar þétt og bútað í marga bita, börn og barnahópar fara oft á milli skipulagðra verkefna og tími til að dvelja í djúpum leik virðist jafnvel af skornum skammti. En hvað ef við stöldrum við og gefum okkur rými og tíma til að njóta dagsins í stað þess að flýta okkur?

Undirbúningstímar í sænskum leikskólum fá falleinkun stéttarinnar

Skipulagning er undirstaða alls – án hennar verður ekki fagleg starfsemi

Leikskólakennarar verkafólk tilfinninga

Kennarar í leikskólum gegna einstöku hlutverki sem „verkafólk tilfinninga“ (e. emotional labour). Þetta hugtak, sem Vincent og Braun (2013) hafa rannsakað, lýsir þeirri kröfu að kennarar verði sífellt að stjórna og miðla tilfinningum sínum faglega. Tilfinningar eru ekki aðeins hluti af persónulegu lífi þeirra, heldur verða þær hluti af fagmennsku þeirra

Hvað hefur Félag leikskólakennara gert fyrir leikskólakennara og leikskóla?

Í greininni skoða ég hvernig félagið, frá því að það breyttist aftur í stéttarfélag árið 1988, hefur haft áhrif á þróun leikskólans og hvernig það hefur tekist á við áskoranir, sérstaklega þær sem fylgja öldu nýfrjálshyggju  bæði hérlendis og erlendis og breyttum kröfum í samfélaginu til leikskólans.

Sjálfsprottinn og skapandi leikur með stafrænan efnivið í leikskólum

Niðurstöður sýna að þegar stafræn tækni er meðvitað og markvisst innleidd í leikskólaumhverfið getur hún auðgað leik barna, aukið sköpunargáfu þeirra og eflt hæfni til að leysa vandamál, án þess að draga úr gæðum sjálfsprottins leiks. Kennarar gegna lykilhlutverki í að skapa umhverfi þar sem börn fá rými til að leika sér á eigin forsendum. Greinin undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli nýrrar tækni og hefðbundinna aðferða og gefur innsýn í hvernig hægt er að skapa námsumhverfi sem tekur tillit til tæknilegrar þróunar samtímans.

Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)

Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.

„Glíman við offitu barna: Breytingar á hegðun til að takast á við lýðheilsu krísu í Bretlandi“

22,7% barna á aldrinum 10-11 ára í Englandi bjuggu við offitu á árunum 2022-23, samkvæmt rannsóknum frá National Institute for Health and Care Research og Háskólanum í Southampton. Á meðan og í kjölfar  Covid-19 faraldursins varð aukningu á barnaoffitu um allt Bretland, þar sem skólalokanir og sóttkví leiddu til minni líkamlegrar virkni, skjátími jókst og matvælaöruggi barna versnaði.

Merkingabærar samræður skipta mestu fyrir málþroska barna, ný alþjóðleg rannsókn

Það sem skiptir máli er þátttaka í samtalinu. Í því samhengi má auðvitað velta fyrir sér hvort að t.d. mjög fjölmennar samverustundir bjóði upp á slíkt fyrir öll börn. Það má líka velta fyrir sér hvernig samtölum með raunverulegri þátttöku barna reiðir af í fimm ára bekkjum sem nú eru í umræðunni á meðal sums stjórnmálafólks. Þar sem iðulega er lögð áhersla á meira akademiskt nám fyrir börn og minni leik. En hér kemur greinin.

20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?

Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.

Afleiðingar ofþyngdar barna

Þó svo að þessar niðurstöður séu danskar er fátt sem bendir til að sama eigi ekki við hér. Það er lýðheilsumál að vinna með offitu barna, vegna þeirra eigin þroska og möguleika í framtíðinni. Það á ekkert barn að þurfa að vera á hliðarlínunni í lífinu, ekki að þora að mæta í skóla t.d. vegna eineltis sem það verður fyrir. Það á ekki að hafa áhrif á val þeirra um menntun og starfsvettvang.

Yngstu börnin í leikskólum í Danmörku

Að það þarf að gæta þess að það séu alhliða tækifæri sem styðja  og ýta við öllum börnum.

Það þarf að skoða betur þá ramma sem settir eru um leik barna, sérstaklega þarf að skoða hvernig aðstæður tryggja samfelldan langan leik, þar sem börn fá tækifæri til að sökkva sér í það sem þau hafa áhuga á hverju sinni.

Almennt þarf að styðja við leik þannig að ÖLL börn eigi rík tækifæri til að sökkva sér í leik, líka þau börn sem eiga erfitt með það

Þátttaka 5 ára barna í undirbúningi og framkvæmd foreldrasamtala í Aðalþingi

Nýlega kom út bókarkafli eftir mig og Guðrúnu Öldu Harðardóttur um foreldasamtöl í leikskóla (2022). Þar skoðum við annars vegar hvernig þróun foreldrasamtala og samvinnu við foreldra birtist í íslenskum stefnuskjölum, svo sem námskrám og hins vegar gerum við grein fyrir þróunarverkefni sem átti sér stað í leikskólanum Aðalþingi veturinn 2018 -2019. Því miður voru […]

Viðhorf starfsfólk leikskóla til starfa leikskólastjóra í fyrstu bylgju Covid-19 á Íslandi

Hér er umræðuhluti greinar okkur Önnu Elísu Hreiðarsdóttur á íslensku fyrir þá sem áhuga hafa. Það er tengill á greinina hér fyrir neðan. Lærdómur rannsóknarinnar Útgangspunkturinn rannsóknarinnar var: „Hvernig gekk íslenskum leikskólastjórnendum í starfi í fyrstu bylgju heimsfaraldursins?“ Að sögn samstarfólks  þeirra virtust þeir hafa sinnt störfum sínum af fagmennsku og að mestu sýnt góða […]

Leikskóli er ekki sama og leikskóli

Nú á sér stað mikil umræða um yngstu börnin og leikskólann. Margir eru þeirrar skoðunar að best sé að lengja foreldraorlof og gefa þannig foreldrum sjálfum kost á að sjá um sín börn fyrstu æviárin. Aðrir telja að það þurfi að byggja fleiri leikskóla sem eru sérhannaðir fyrir yngstu börnin og svo eru sumir sem […]

Jafnrétti í leikskólastarfi

Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]

Svefn – hvíld leikskólabarna

Svefn og hvild barna hefur verið umræðuefni í leikskólum landsins svo lengi sem elstu kerlingar  (og karlar) muna. Oft vegna þess að hugmyndir og óskir foreldra fara ekki saman við hugmyndir og skipulag leikskólans. Sennilega er það svo að það verður aldrei fullkominn samhljómur þarna á milli. Fæsta leikskólakennara langar að vera í slag við foreldra […]

Sameinuð athygli

Sameinuð athygli (joint attention) er hugtak sem notað er meðal annars þegar verið er að fjalla um þroska barna. Sameinuð athygli  á sér stað þegar tveir einstaklingar deila athygli á sama hlutinum. Henni er náð með því að annar einstaklingurinn beinir athygli hins (t.d. með augnaráði, bendingu með eða án orða). Þegar einstaklingur bendir öðrum […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar