Kristin Dýrfjörð

Sarpur mars, 2014

Sanngjörn, ákveðin, frek, glaðlynd, stúrin

Ég var að lesa  grein eftir Ann-Marie Markström um foreldrasamtöl í sænskum leikskólum – reyndar kalla þeir samtölin þróunarsamtöl. Markmið þeirra er yfirleitt að greina foreldrum frá þróun og þroska barnanna og segja frá lífi þeirra í leikskólanum. Í greininni er farið yfir sviðið um hvernig þessum samtölum hefur verið háttað, hver hefur stýrt og á […]

Sit upp á hól og góni

Ég sit upp á góðum hól með nokkur gleraugunasett mér við hlið og horfi yfir vettvang leikskólans. Ég er í önnum við að máta  þessi gleraugu. Kynjagleraugu Stundum set ég upp kynjagleraugun, stundum set ég upp frjálshyggjugleraugun, stundum er það gleraugun sem hjálpa mér að greina  hina félagslegu orðræðu sem ég set upp. Yfirleitt reyni ég […]

Uppeldisfræði hlustunnar – hvert barn er kór

Hvert barn er sinn eigin kór, er tilvísun í frægt ljóð um börn og hæfileika þeirra eftir Loris Malaguzzi (1988) en hann segir að Barnið fæðist með hundrað mál en níutíu og níu séu frá því tekin. Í Reggio Emilia er fólk upptekið að því að tengja leikskólastarf menningu, að skólarnir endurspegli þá menningu sem […]

Eru börnin strengjabrúðustjórnendur?

  Er munur á að hlusta á börn eða elta hugmyndir barna?  Áður en ég kem að því vil ég fá að deila með lítilli frásögn með lesandanum, sumir geta meira að segja speglað sig í henni. Vorið 2008 hlustaði ég á kynningu á þróunarverkefni í leikskóla. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni margra leikskóla til […]

Fullorðin má ekki snerta mig

Vegna hræðslu við að verða lögsóttir hafa margir leikskólar í Bretlandi ákveðið að setja sér stefnu sem byggist á því að snerta börn ekki. Þetta felur í sér að börn mega ekki sitja í fanginu á starfsfólki, það má ekki kyssa á bágt eða jafnvel greiða börnum. Fólk áttar sig á að sum snerting er […]

Ögrandi hegðun barna er áskorun

  Ég var að lesa bæði skemmtilega og áhugaverða grein. Þar er fjallað um áhrif þess hvaða afstöðu leikskólakennarar taka til barna almennt – til þess hvernig þeir líta á og vinna með hegðun sem þeim finnst óæskileg og/eða ögrandi. Dæmi um slíka hegðun er; öskra, bíta, lemja, sparka, ljótur munnsöfnuður, skilja börn eftir útundan og fleira. […]

Vita leikskólakennarar ekki að þeir eru að kenna lestur?

Ég heyrði því fleygt um daginn að við leikskólakennarar höfum í gegn um tíðina ekki fattað að við kenndum börnum að lesa. Það hefði í raun þurft utanaðkomandi fræðimann til að segja okkur það og það meira segja á þessari öld. Við hefðum verið okkur alveg ómeðvituð um að við værum að leggja grunn að […]

Bandamenn leikskólans – foreldrar

  Leikskólinn er í lífi flestra barna fyrsti staðurinn sem þau taka sjálf virkan þátt í hinu formlega samfélagi. Í leikskóla læra börn að vera á eigin forsendum, þau eignast vini og félaga, þau mynda tengsl við börn og fullorðið fólk ótengdu sér. Þau læra hin ýmsu gildi og norm sem eru í samfélaginu. Traust […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 82

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar