Kristin Dýrfjörð

Sarpur Leikur

Einingakubbar og Aðalnámskrá leikskóla

Kristín Dýrfjörð skirfar 9.10 2025 Í flestum leikskólum á Íslandi eru til einingakubbar. Þeir eru dásamlegur efniviður sem er stundum vannýttur. En þeir eru kjörnir til að framfylgja afar mörgum þáttum Aðalnámskrár leikskóla. Aðalnámskrá leikskóla fjallar um bæði um það nám sem á að eiga sér stað í leikskólum sem og starfshætti og ábyrgð leikskólakennara […]

Heppin börn fá góða leikskóla – en hvað með hin?

Rannsóknin gefur mikilvæga innsýn í hvernig leikskólar geta annaðhvort stutt við þroska barna – eða hindrað hann. Hún sýnir einnig að jafnvel innan sama leikskóla getur munurinn á deildum verið mikill. Þetta undirstrikar mikilvægi stjórnunar leikskóla sem meðal annars byggist á að tryggja stöðugra nærveru fagfólks og raunverulegs svigrúms í starfi – ekki bara skipulags á pappírum. Gæði leikskóla byggjast ekki á meðaltölum heldur á raunverulegum aðstæðum barna dag frá degi.

Tashkent-yfirlýsingin um umönnun og menntun ungra barna (ECCE)

ashkent-yfirlýsingin, var viðurkennd sem opinbert skjal á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á opinber tungumál SÞ—og dreift til allra aðildarríkja og sérstofnana SÞ. Þessi viðurkenning undirstrikar mikilvægi yfirlýsingarinnar á alþjóðavettvangi.

Hæglátt leikskólastarf = meiri vellíðan

Víða er dagskipulagið afar þétt og bútað í marga bita, börn og barnahópar fara oft á milli skipulagðra verkefna og tími til að dvelja í djúpum leik virðist jafnvel af skornum skammti. En hvað ef við stöldrum við og gefum okkur rými og tíma til að njóta dagsins í stað þess að flýta okkur?

Sjálfsprottinn og skapandi leikur með stafrænan efnivið í leikskólum

Niðurstöður sýna að þegar stafræn tækni er meðvitað og markvisst innleidd í leikskólaumhverfið getur hún auðgað leik barna, aukið sköpunargáfu þeirra og eflt hæfni til að leysa vandamál, án þess að draga úr gæðum sjálfsprottins leiks. Kennarar gegna lykilhlutverki í að skapa umhverfi þar sem börn fá rými til að leika sér á eigin forsendum. Greinin undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli nýrrar tækni og hefðbundinna aðferða og gefur innsýn í hvernig hægt er að skapa námsumhverfi sem tekur tillit til tæknilegrar þróunar samtímans.

Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska

Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.

Leikur barna með stafrænt leikefni

Nýlega kom út bókin Children’s Rights in a Digital World: Play, Design and Practice, hjá Springer forlagi, þar sem fjallað er um réttindi barna í stafrænum heimi. Þar er kafli eftir mig og Önnu Elísu Hreiðarsdóttur um rannsókn með börnum sem sett var upp í leikskóla á Akureyri. Ég ákvað að þýða tvo hluta okkar […]

Skuggabrúður

Bæði ljósið og myrkrið eru okkur hér á landi hugleikið. Okkur sem búum í landi öfganna, þar sem sólin skín lengi, lengi og þar sem svartamyrkur ræður ríkjum daga langa. Við þurfum að læra að meta kosti beggja. Að umvefja myrkrið og möguleika þess eins og við tökum fagnandi á móti vorinu með sína björtu […]

Leikefniviður barna

Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa – var aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari – eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann. Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku – kannski minna um smíðar en  ætla má að annar efniviður er nokkuð svipaður.

Jafnrétti í leikskólastarfi

Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]

Yngstu börnin í leikskólanum

Í útlöndum eru hagfræðingar sem hafa tekið að sér að reikna út samfélagslegan ágóða af því að börn komist sem fyrst inn í leikskóla og ekki bara leikskóla heldur skóla þar sem gæði eru mikil. Einn þessara hagfræðinga sem mikið er vitnað til er James Heckman en hann hlaut einmitt nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2000 og […]

Leikdeig – þægileg uppskrift

Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, […]

Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra

Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri  það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]

Þátttökustig Arnstein í leikskólasamhengi

Árið 1969 setti Sherry Arnstein fram kenningu í stjórnmálafræði um þátttöku og skilgreiningar á henni (Arnstein, 1969). Kenning Arnstein náðu nokkurri útbreiðslu innan stjórnmálafræða og seinna vann Hart upp úr henni módel sem snéri að því að meta þátttöku barna í skólum og frístundastarfi  (þátttökustigi Hart) sem margir kannast við og nota jafnvel í starfi […]

leikur eða agi – verkefni eða frelsi – deild eða bekkur

Það er svo merkilegt að reglulega heyrist umræða um að skólakerfið sé ekki að standa sig, að tíma barna sé ekki vel varið  í leikskólum eða gæti alla vega verið betur varið þar. Raddir heyrast um að börnin  þurfi að takast á við meira krefjandi „akademísk“ verkefni,  það sé hægt að nota tímann til að […]

Það er hægt að læra að vera góður sögumaður

Margir sem þekkja mig vita að eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í leikskólum er að segja börnum sögur og að mörgum börnum finnst líka gaman þegar ég segi sögur. Nú undafarið hef ég verið að lesa alveg dásamlega bók um sögur eftir sögukonuna og barnabókahöfundinn Margaret Read MacDonald, en hún er einmitt á […]

Nám í skapandi starfi – eitthvað fyrir þig?

Við Háskólann á Akureyri leggjum við áherslu á að námið sé skapandi, rannsakandi og skemmtilegt. Starf leikskólakennara er skapandi starf, þar sem hver dagur ber með sér ný ævintýr og nýja möguleika til sköpunar. Starfið er  fjölbreytt og þar getur fólk með ótrúlegustu áhugamál og fjölbreytta þekkingu notið sín og sérþekkingar sinnar. Leikskólakennarar þurfa að hugsa […]

Leikur ungbarna

Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]

Frjáls leikur – hvað er það?

Nýlega hef ég tekið þátt í samræðum um skilning leikskólakennara á leik barna. Ég hef t.d. komist að því að fólk leggur oft annan skilning í hugtakið leik en leikskólakennarar gera.  Á meðal þess eru mörkin á milli tegunda leiks. Sem dæmi þegar tvö börn sitja og spila lúdó eða veiðimann telja fæstir leikskólakennarar að […]

Veðurfréttamaðurinn

Leikur barna getur tekið á sig ýmsar myndir. Á meðal einkenna hins frjálsa leiks er að hann sé sjálfsprottinn og að börnin semja leikreglurnar sjálf, oft eru þau að túlka og endursemja upplifanir  sínar í leik. Stundum fara fullorðnir inn í leik barna. Þeir eiga hinvegar til að tímasetja innsetningar sínar úr takti við leikinn, […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar