Kristin Dýrfjörð

Sarpur Sjálfbærni

„Glíman við offitu barna: Breytingar á hegðun til að takast á við lýðheilsu krísu í Bretlandi“

22,7% barna á aldrinum 10-11 ára í Englandi bjuggu við offitu á árunum 2022-23, samkvæmt rannsóknum frá National Institute for Health and Care Research og Háskólanum í Southampton. Á meðan og í kjölfar  Covid-19 faraldursins varð aukningu á barnaoffitu um allt Bretland, þar sem skólalokanir og sóttkví leiddu til minni líkamlegrar virkni, skjátími jókst og matvælaöruggi barna versnaði.

Þegar matvæli eru notuð í leik og skapandi starf

Það hefur lengi truflað mig að sjá matvæli notuð sem leikefni í leikskólum. Ég hef rætt þetta í tímum við nema aðallega út frá siðferðilegu hliðinni. En sennileg hef ég ekki skrifað mikið. Árið 1994 var ég svo heppin að vera í Chicago í nokkra mánuði við nám og störf, þar heimótti ég meðal annars leikskóla í fátækrahverfi. Á þessum tíma voru hrísgrjónaker vinsæl í mörgum leikskólum, m.a. til að vinna með fjölþætta skynjun.

Afleiðingar ofþyngdar barna

Þó svo að þessar niðurstöður séu danskar er fátt sem bendir til að sama eigi ekki við hér. Það er lýðheilsumál að vinna með offitu barna, vegna þeirra eigin þroska og möguleika í framtíðinni. Það á ekkert barn að þurfa að vera á hliðarlínunni í lífinu, ekki að þora að mæta í skóla t.d. vegna eineltis sem það verður fyrir. Það á ekki að hafa áhrif á val þeirra um menntun og starfsvettvang.

Matur sem minningar  

Einhver sem hefur það í  uppeldi sínu að matartímar eigi að snúast um að koma mat af disk í munn á sem skemmstum tíma, gæti álitið að þetta sé eina leiðin, ég er hins vegar nokkuð viss um að fræðin telji slíka matartíma ekki vera þá sem við ættum að styðja og vinna að

Matur og matarmenning

Það eru tengsl á milli þess að matarvenjur hafa þróast og þess hvernig holdafar okkar jarðarbúa hefur breyst. Við stöndum t.d. frammi fyrir gríðarlegri aukningu á ofþyngd. Ekki bara á meðal fullorðinna, heldur líka á meðal barna. Og fleiri börn greinast með sjúklega ofþyngd en nokkrum sinnum áður.

Matmálstímar í leikskólum

Nýlega var fjallað um áhugaverða  sænska rannsókn Lenu Ryberg á matmálstímum í leikskólum á norska vefnum barnahagen.no  (árið 2019). Í rannsókninni beindi hún athyglinni að matartímum í einum leikskóla og sérstaklega að hvernig samskipti ættu sér stað í matmálstímum og reglum, skráðum og óskráðum sem þar giltu. Hún komst að því að allt er ekki […]

Makerspaces eða sköpunarrými

Hvað er makerspace eða sköpunarrými? Síðustu ár hefur hugtakið Makerspace farið eins og sina um hinn vestræna heim. Hugtakið sjálft er nokkuð nýtt en það byggist á gömlum og stöðugum stoðum. Eins og það er notað hérlendis er það ættað frá Bandaríkjunum. Hugtakið eins og það er gjarnan notað er komið frá tímaritinu Make magazine […]

Jólatré, jólaföndur og skaplón – eða?

Eitt það fyrsta sem við hentum út þegar við tökum við leikskólanum 1988 voru öll „helvítis“ skapalónin. Þau voru til um allt, ofan í hverri skúffu í leikskólanum, kórónur í mismunandi stærðum og gerðum, jólatré, jólabjöllur, jólaskór, jólakettir og alla vega páskaungar. Eitt árið horfðum við á stóra hvíta vegginn á deildinni, á öll fallegu jólatrén klippt út úr grænum kartonum og málað á með sápuflögum. Raðað snyrtilega með fagurfræði að leiðarljósi á vegginn. Það rann upp fyrir okkur ljós. Þetta var ekki við, þessi tré voru ekki það sem við vildum standa fyrir.

Þátttökustig Arnstein í leikskólasamhengi

Árið 1969 setti Sherry Arnstein fram kenningu í stjórnmálafræði um þátttöku og skilgreiningar á henni (Arnstein, 1969). Kenning Arnstein náðu nokkurri útbreiðslu innan stjórnmálafræða og seinna vann Hart upp úr henni módel sem snéri að því að meta þátttöku barna í skólum og frístundastarfi  (þátttökustigi Hart) sem margir kannast við og nota jafnvel í starfi […]

Hjarta – hugur – hönd sjálfbærni í verki.

Í einu þeirra námskeiða sem ég kenni um þessar mundir er viðfangsefnið sjálfbærni. Sjálfbærni er hugtak sem hefur verið á ferðinni um íslenskt samfélag í nokkurn tíma en hefur nú náð að festa rætur. Í upphafi rugluðu margir því við sjálfsþurft (búskap t.d.) nú er skilningur almennings vonandi meiri og betri. Sjálfsagt er það samt […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar