Kristin Dýrfjörð

Einingakubbar og Aðalnámskrá leikskóla

Kristín Dýrfjörð skirfar 9.10 2025 Í flestum leikskólum á Íslandi eru til einingakubbar. Þeir eru dásamlegur efniviður sem er stundum vannýttur. En þeir eru kjörnir til að framfylgja afar mörgum þáttum Aðalnámskrár leikskóla. Aðalnámskrá leikskóla fjallar um bæði um það nám sem á að eiga sér stað í leikskólum sem og starfshætti og ábyrgð leikskólakennara […]

Um starfsaðstæður í leikskólum

Greinin dregur upp mynd af kerfi sem stendur á brauðfótum. Starfsskilyrði leikskólakennara eru óviðunandi og hafa áhrif á bæði gæði menntunar og velferð barna. Lausnin felst ekki í því að fjölga starfsfólki heldur í því að halda í og styðja við þá sem þegar eru í starfi – fagfólk sem er undir stöðugu álagi.

Heppin börn fá góða leikskóla – en hvað með hin?

Rannsóknin gefur mikilvæga innsýn í hvernig leikskólar geta annaðhvort stutt við þroska barna – eða hindrað hann. Hún sýnir einnig að jafnvel innan sama leikskóla getur munurinn á deildum verið mikill. Þetta undirstrikar mikilvægi stjórnunar leikskóla sem meðal annars byggist á að tryggja stöðugra nærveru fagfólks og raunverulegs svigrúms í starfi – ekki bara skipulags á pappírum. Gæði leikskóla byggjast ekki á meðaltölum heldur á raunverulegum aðstæðum barna dag frá degi.

Tashkent-yfirlýsingin um umönnun og menntun ungra barna (ECCE)

ashkent-yfirlýsingin, var viðurkennd sem opinbert skjal á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið þýdd á opinber tungumál SÞ—og dreift til allra aðildarríkja og sérstofnana SÞ. Þessi viðurkenning undirstrikar mikilvægi yfirlýsingarinnar á alþjóðavettvangi.

Hæglátt leikskólastarf = meiri vellíðan

Víða er dagskipulagið afar þétt og bútað í marga bita, börn og barnahópar fara oft á milli skipulagðra verkefna og tími til að dvelja í djúpum leik virðist jafnvel af skornum skammti. En hvað ef við stöldrum við og gefum okkur rými og tíma til að njóta dagsins í stað þess að flýta okkur?

Undirbúningstímar í sænskum leikskólum fá falleinkun stéttarinnar

Skipulagning er undirstaða alls – án hennar verður ekki fagleg starfsemi

Læst: Um hæglátt leikskólastarf (upptaka fyrirlestur)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Af hverju er menntun leikskólakennara minna metin en annarra kennara?

Til að breyta þessari stöðu þarf samfélagið að endurskoða gildi leikskólamenntunar og fagna því að uppeldi ungra barna er krefjandi og mikilvægt starf sem krefst bæði mikillar þekkingar og ástríðu. Leikskólakennarar eru vissulega umönnunaraðilar – umönnun þeirra byggist á faglegri þekkingu, þeir eru fagfólk sem vinnur að því að leggja grunn að framtíð samfélagsins.

20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?

Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.

Ljósheimar Aðalþings

Ljósheimavefurinn er í mínum huga skemmtilegur vitnisburður um upphaf leikskólastarfsins í Aðalþingi, starfs sem hefur síðan þróast gríðarlega. Hann sýnir líka að leikskólastarf er ekki einn fasti, heldur síbreytilegt og tekur mið af því fólki, bæði fullorðnum og börnum sem er þar á hverjum tíma.

Þátttaka 5 ára barna í undirbúningi og framkvæmd foreldrasamtala í Aðalþingi

Nýlega kom út bókarkafli eftir mig og Guðrúnu Öldu Harðardóttur um foreldasamtöl í leikskóla (2022). Þar skoðum við annars vegar hvernig þróun foreldrasamtala og samvinnu við foreldra birtist í íslenskum stefnuskjölum, svo sem námskrám og hins vegar gerum við grein fyrir þróunarverkefni sem átti sér stað í leikskólanum Aðalþingi veturinn 2018 -2019. Því miður voru […]

Skuggabrúður

Bæði ljósið og myrkrið eru okkur hér á landi hugleikið. Okkur sem búum í landi öfganna, þar sem sólin skín lengi, lengi og þar sem svartamyrkur ræður ríkjum daga langa. Við þurfum að læra að meta kosti beggja. Að umvefja myrkrið og möguleika þess eins og við tökum fagnandi á móti vorinu með sína björtu […]

Leikefniviður barna

Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa – var aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari – eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann. Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku – kannski minna um smíðar en  ætla má að annar efniviður er nokkuð svipaður.

Jafnrétti í leikskólastarfi

Ég hef í gegn um tíðina skrifað heilmikið um erlendar rannsóknir sem hafa orðið á vegi mínum á þessari síðu. Minna um innlendar rannsóknir nema mínar eigin. Mér finnst hins vegar ástæða til að fjalla um rannsókn sem gerð var í leikskólanum Aðalþingi í fyrravetur um áhrif jafnara kynjahlutfalls í starfsmannahópnum á leikskólastarfið. Gagna var aflað […]

Borðið, magnarinn, reipið – myndlíkingar til að ræða um leikskóla

Hluti af vandamálinu er að koma upplýsingum á framfæri á mannamáli, sérfræðingar eru oft dálítið uppteknir af fagmálinu. Fyrir áratugum síðan fórum við hjónin með barnið okkar til sérfræðings sem spurði um eitt og annað. Ein spurningin var, „skreið hann krossað?“

Stundum er kveðjustund barna og foreldra erfið

Einhvertíma skrifaði ég um kveðjustund í leikskólanum og finnst sú frásögn alveg eiga heima hér. Efnið er ekki ókunnugt mörgum leikskólakennurum og foreldrum og í raun svolítið sígilt. Í leikskóla einum fyrir mörgum, mörgum árum var barn sem grét og grét og kveðjustundin var endalaust dregin á langinn. Barnið var kjökrandi og foreldrar nánast líka. […]

Yngstu börnin í leikskólanum

Í útlöndum eru hagfræðingar sem hafa tekið að sér að reikna út samfélagslegan ágóða af því að börn komist sem fyrst inn í leikskóla og ekki bara leikskóla heldur skóla þar sem gæði eru mikil. Einn þessara hagfræðinga sem mikið er vitnað til er James Heckman en hann hlaut einmitt nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2000 og […]

Leikur með vír

Að leika með vír hefur lengi fylgt leikskólum, kannski sérstaklega þeim sem hafa unnið í anda Reggio Emilia. Oft er notaður jarðleir með vírnum og jafnvel perlur og annað tilfallandi, hann er festur í trékubba eða á plötur. Vírinn er mótaður í allavega tvívíð og þrívíð verk (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum). Það […]

Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra

Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri  það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]

Þátttökustig Arnstein í leikskólasamhengi

Árið 1969 setti Sherry Arnstein fram kenningu í stjórnmálafræði um þátttöku og skilgreiningar á henni (Arnstein, 1969). Kenning Arnstein náðu nokkurri útbreiðslu innan stjórnmálafræða og seinna vann Hart upp úr henni módel sem snéri að því að meta þátttöku barna í skólum og frístundastarfi  (þátttökustigi Hart) sem margir kannast við og nota jafnvel í starfi […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar