Sarpur Skapandi starf
Einingakubbar og Aðalnámskrá leikskóla
Kristín Dýrfjörð skirfar 9.10 2025 Í flestum leikskólum á Íslandi eru til einingakubbar. Þeir eru dásamlegur efniviður sem er stundum vannýttur. En þeir eru kjörnir til að framfylgja afar mörgum þáttum Aðalnámskrár leikskóla. Aðalnámskrá leikskóla fjallar um bæði um það nám sem á að eiga sér stað í leikskólum sem og starfshætti og ábyrgð leikskólakennara […]
Læst: Um hæglátt leikskólastarf (upptaka fyrirlestur)
Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.
Læst: Jarðleir og leikskólastarf (KD fyrirlestur, myndband)
Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.
Þegar matvæli eru notuð í leik og skapandi starf
Það hefur lengi truflað mig að sjá matvæli notuð sem leikefni í leikskólum. Ég hef rætt þetta í tímum við nema aðallega út frá siðferðilegu hliðinni. En sennileg hef ég ekki skrifað mikið. Árið 1994 var ég svo heppin að vera í Chicago í nokkra mánuði við nám og störf, þar heimótti ég meðal annars leikskóla í fátækrahverfi. Á þessum tíma voru hrísgrjónaker vinsæl í mörgum leikskólum, m.a. til að vinna með fjölþætta skynjun.
Hvernig námstækifæri felast í leik með einingakubba
Einingakubbar eru öflug námstæki sem stuðla að vitrænum, félagslegum, tilfinningalegum og líkamlegum þroska ungra barna. Þeir koma í ýmsu stærðum og eru alla vega í laginu. En á bak við þá er kerfi, kubbarnir eru stærðfræðilega hannaðir til að gagna upp, ekki ólíkt og legókubbar seinna.
Leikur barna með stafrænt leikefni
Nýlega kom út bókin Children’s Rights in a Digital World: Play, Design and Practice, hjá Springer forlagi, þar sem fjallað er um réttindi barna í stafrænum heimi. Þar er kafli eftir mig og Önnu Elísu Hreiðarsdóttur um rannsókn með börnum sem sett var upp í leikskóla á Akureyri. Ég ákvað að þýða tvo hluta okkar […]
Leikefniviður barna
Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa – var aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari – eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann. Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku – kannski minna um smíðar en ætla má að annar efniviður er nokkuð svipaður.
Makerspaces eða sköpunarrými
Hvað er makerspace eða sköpunarrými? Síðustu ár hefur hugtakið Makerspace farið eins og sina um hinn vestræna heim. Hugtakið sjálft er nokkuð nýtt en það byggist á gömlum og stöðugum stoðum. Eins og það er notað hérlendis er það ættað frá Bandaríkjunum. Hugtakið eins og það er gjarnan notað er komið frá tímaritinu Make magazine […]
Jólatré, jólaföndur og skaplón – eða?
Eitt það fyrsta sem við hentum út þegar við tökum við leikskólanum 1988 voru öll „helvítis“ skapalónin. Þau voru til um allt, ofan í hverri skúffu í leikskólanum, kórónur í mismunandi stærðum og gerðum, jólatré, jólabjöllur, jólaskór, jólakettir og alla vega páskaungar. Eitt árið horfðum við á stóra hvíta vegginn á deildinni, á öll fallegu jólatrén klippt út úr grænum kartonum og málað á með sápuflögum. Raðað snyrtilega með fagurfræði að leiðarljósi á vegginn. Það rann upp fyrir okkur ljós. Þetta var ekki við, þessi tré voru ekki það sem við vildum standa fyrir.
Viðurkennd stærðfræði
Börn nálgast viðfangsefni í umhverfi sínu á mismunandi hátt, tilhneigingar þeirra til náms eru ólíkar og birtast á ólíkan hátt. Dæmi um það er hvernig þau nálgast stærðfræði. Sum börn nálgast hana á hátt sem okkur fullorðna fólkinu finnst í raun vera „stærðfræði“ á meðan að önnur nálgast hana í gegn um leik og sköpun. […]
Leikdeig án salts
Nýlega setti ég inn færslu um leikdeig, þar sem aðaluppistaðan var hveiti og salt. Nú ætla ég hinsvegar að kynna fyrir lesendum leikdeig án salts og hveitis. Það er gert úr matarsóda og kornsterkju, ég notaði kartöflumjöl en aðrir nota maísanamjöl. Í þetta skiptið tók ég myndir af öllu ferlinu og læt þær fylgja með. […]
Leikur með vír
Að leika með vír hefur lengi fylgt leikskólum, kannski sérstaklega þeim sem hafa unnið í anda Reggio Emilia. Oft er notaður jarðleir með vírnum og jafnvel perlur og annað tilfallandi, hann er festur í trékubba eða á plötur. Vírinn er mótaður í allavega tvívíð og þrívíð verk (eins og sjá má á meðfylgjandi myndum). Það […]
Leikdeig – þægileg uppskrift
Leikdeig er mikið notað í mörgum leikskólum og líka heima. Það er auðvelt að búa til gott leikdeig og það er til þess að gera ódýrt. Nú eru framundan vetrarleyfi í grunnskólum og fólk í fríum með börnin sín og þá er oft gott að hafa nýtt leikefni að grípa í. Leikdeig er tilvalið leikefni, […]
Heimagerðir litir
Stundum finnst mér gaman að fikta og prófa mig áfram. Ég hef í gegn um tíðina rekist á heimgerða liti og stundum hugsað að það væri gaman að gera tilraunir og sjá hvort þeir virka þegar upp er staðið. Við vitum jú að myndlistamenn fortíðar blönduðu sína eigin liti. Grunnurinn var gjarnan eggjarauða (tempera litir). […]
Kenningin um lausamuni og gagnsemi þeirra
Arkitektinn Simon Nicholson setti fram kenningu um umhverfi barna í grein sem hann skrifaði 1971. Hann afneitaði því að aðeins fáir útvaldir væru skapandi, heldur væri það umhverfi sem börn væru í sem styddi við eða drægi úr sköpun þeirra. Hann taldi leið til að mæta börnum og styðja við sköpun væri að skapa umhverfi […]
Leikur ungbarna
Ung börn hafa mikla þörf fyrir að leika sér. Þau eru sífellt að rannsaka heiminn og prófa sig áfram. Þau rannsaka efnivið með því að handfjatla hann, þreifa á honum velta honum fyrir sér, prófa að setja saman og taka í sundur, stinga honum upp í sig. Þau láta hluti detta í gólfið, skella þeim saman. […]
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83
Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86
