Kristin Dýrfjörð

Sarpur apríl, 2012

Boðskapur Bínu

Hluti af tilvísunarramma leikskólans  eru þær barnabækurnar sem þar eru lesnar. Þær hafa sjálfstætt gildi á margan hátt. Í fóstrunámi mínu voru nokkrir áfangar um barnabækur og gildi þeirra fyrir börnin og uppeldisstarfið. Hluti af náminu var að greina barnabækur og skoða frá mismunandi sjónarmiðum; er þeim ætlað að vera upplýsandi, skemmtandi? Eru þær yfirfullar […]

Barnamenning

Á síðari árum hafa fræðimenn fjallað um að börn séu afmarkaður hópur með eigin menningu, hér nefnd barnamenning. Meðal þeirra sem hafa fjallað um uppruna barnamenningar er Winnicott (1982) sem telur að hún verði til á svæði þar sem barnið annarsvegar og umhverfið hinsvegar mætast. Á þessu svæði myndast spenna sem er uppruni menningar og […]

Líðan og velferð barna

Með samþykki og útbreiðslu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna tók fólk að endurskoða hug sinn til barna og bernskunnar. Það fór að bera á umræðu um mikilvægi þess að sjá og viðurkenna að börn eru þátttakendur, þau hafa mótandi áhrif á sitt nánasta umhverfi, heimili og skóla. Í skrifum varð æ algengara að sjá á orðtök eins og félagsfræði bernskunnar, barnið […]

Lýðræðisuppeldi og agi og örlítið tengt núvitund

Á Íslandi hefur umræða um aga og agavandmál verið vinsæl hjá hverjum samtíma. Þegar horft er til baka virðist sem sömu álitamálin og jafnvel lausnir komi fram aftur og aftur. Börnin eru óhlýðin og fyrtin og öllu siðferði virðist fara aftur. Hver kynslóð telur að sú sem á eftir kemur sé agalausari og ver upp alin en […]

Samtöl við foreldra (þróunarsamtöl)

Ég las fyrir nokkru grein eftir Ann-Marie Markström um foreldrasamtöl í sænskum leikskólum – reyndar kalla Svíarnir samtölin þróunarsamtöl. Marmið þeirra er yfirleitt að greina foreldrum frá þróun og þroska barnanna og segja frá lífi þeirra í leikskólanum og auðvitað að fá fréttir af barninu heima. Í greininni er farið yfir sviðið um hvernig þessum samtölum […]

Ef þú vilt drepa frumkvæði, verðlaunaðu það. Getur verið neikvætt að hrósa/verðlauna börn?

Sumarið 2000 var haldin hér á landi merkileg ráðstefna um Öfga öfganna,um áhrif flóða á umhverfið, einn fyrirlesarinn var prófessor Victor R. Baker frá Arizona í Bandaríkjunum en hann ræddi um flóð á plánetunni Mars. Með honum í för var kona hans Pauline Baker sem þá hafði nýlega sigrast á krabba og var ferðin hingað hennar eigin […]

Vinátta barna

Flest börn eiga vini, flest eiga þau sér vini af sama kyni og á svipuðum aldri, en ekki öll, sum börn eiga vini af hinu kyninu og sum börn eiga ekki vini. Sum börn í leikskólum eru einmana. Það er áhyggjuefni. Þetta kom fram í afar áhugaverðum fyrirlestri Fannýjar Jónsdóttur í KHÍ þann 23 apríl 2008. Umfjölunnin […]

Elstu börnin í leikskólanum

Frá Bandaríkjunum hafa verið að berast fréttir um  bylgju sem hefur riðið hefur yfir skóla þar undanfarin ár. Bylgjan felst í að halda börnum sem fædd eru seinni hluta ársins ári lengur í leikskólum (redshirting). Markmiðið er að bæta samkeppnistöðu barnanna í framtíðinni. Samkvæmt því sem kemur fram í rannsóknum í Bandaríkjunum er líklegra að […]

Mótandi áhrif málsins

Innan leikskólafræðanna hefur fólk verið upptekið af mótun starfsins í gegnum málið. Það var ekki að ástæðulausu að leikskólakennarar lögðust eftir því að fá bæði starfsheiti sínu og samnefnara fyrir vinnustaðinn breytt. Þegar menntun leikskólakennara hófst hér 1946 varð fóstruheitið fyrir valinu, en það hafði áður verið notað um þær stúlkur sem unnu við smábarnauppeldi. […]

Að elska eða afplána lestur barnabóka

Þulur og ljóð hafa alla tíð fylgt mér í starfi.  Ég er ein þeirra sem er afar ólagviss, en að sama skapi kunni  ég helling að þulum og vísum (gæti vegna æfingarskorts hafa gleymt slatta). Ég hef líka átt gott með að koma ást minni á fyrirbærunum á framfæri við börn sem og að segja […]

Um lýðræði

Nokkur orð  frá mér um lýðræði. Tvö örstutt myndbönd frá undirbúningi Þjóðfundar 2009.    

Lýðræði í leikskólum í anda hugmynda John Dewey

Erindi haldið í tilefni 10 ára afmæli leikskólabrautar Háskólans á Akureyri þann 27. október 2006 á Akureyri.  Maðurinn John Dewey Er hægt að svara því? Er hægt að segja hver einhver er eða var? Sennilega ekki en það er hægt að segja frá stórum dráttum í lífi hans og hluta af þeim hugmyndum sem hann […]

Leikskólinn og kirkjan

Forsjárhyggja leikskólakennara í trúmálum Erindi flutt á safnaðarheimili Akureyrarkirkju þann 8. mars 2008 Í upphaf erindis um skóla og trúmál er ekki úr vegi að minna á að í dag er 8. mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þennan dag árið 1910 lagði Clara Zetkin þýsk kvenréttindakona fram tillögu að því að tileinka einn dag á ári […]

Slóð á Reggio Emilia

Hér má finna ýmislegt sem tengist leikskólastarfi í anda Reggio Emilia. Athugið að neðst á stiku á forsíðu má finna flýtihnapp á sömu síðu.

list og list – að byggja ofan á þekkingu

Á meðal þekktustu nútímalistamanna er svissneska tvíeykið Peter Fischli og David Weiss. Eitt frægasta verk þeirra hefur verið nefnt á  íslensku; Rás hlutanna (Der Lauf der Dinge), en í því setja þeir upp risastórt verk sem byggist á orsakasamhengi, hvernig eitt atvik rekur annað, hvernig keðjuverkan virkar í raun og alls óskyldir hlutir eru tengdir órofaböndum þegar að er gáð. Í […]

Sophie Calle ljósmyndun og persónurýmið

Vorið 2011 voru sýndir heimildaþættir á RÚV um samtímaljósmyndara. Einn þeirra er franskonan Sophie Calle. Það sem einkennir list hennar er að hún beitir myndavélinni og sjálfri sér eins og rannsóknartæki.  Verk hennar eru yfirleitt ferilverk, ljósmyndir og texti sem vinna saman. Hún velur sér hugmynd eða concept og fylgir því alla leið, svona eins og við sem […]

Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?

Að prófa sig áfram og gera tilraunir í gegn um leik er á undanhaldi í mörgum bandarískum leikskólum. Ástæðan er þrýstingur í átt til læsis, að börn eigi að vera læs þegar þau fara úr leikskólanum. Þrýstingurinn leiðir til þess að fjöldi kennara eyða meiri og meiri tíma í að kenna börnum lestur og  og […]

Sköpun og leikur

Í grein eftir Ólaf Pál Jónsson heimspeking sem birtist í tímaritinu Hugur, tekst hann á við spurningu um hvað leikur og skapandi starf eigi sameiginlegt. Hann hefur grein sína á að vísa í algengar tilvísanir um að annað sé forsenda hins en bendir líka á að fáir reyni að svara hver þessi forsenda sé. Í […]

Vísindasmiðja með þátttöku barna

Ég er svo heppin að fá að kenna og hafa umsjón með námskeiði sem er tenging á milli nokkurra greina. Námskeiðið heitir vísindasmiðja og var upprunalega hugsmíð okkar nokkurra kennara við leikskólabrautina við Háskólann á Akureyri. Reyndar er námskeiðið síbreytilegt og stundum kenna í því börn og starfsfólk leikskóla, starfandi fjöllistakona á Akureyri og prófessor […]

Barnabækur og trúarlegur bakgrunnur barna

Fyrir nokkrum árum hélt ég erindi í Akureyrarkirkju um tengsl kirkju og skóla. Ég sagði þar m.a. að ég teldi mikilvægt að við viðurkenndum áhrifavalda í lífi barna. Leikskóli sem lokar umheiminn úti og starfar samkvæmt rómatískri mynd af börnum, sýslandi með trékubba og leir, er ekki endilega að gera það. Slíkir leikskólar vinna iðulega samkvæmt […]

Skjálfandi grísir og áræðnir kettlingar

„það ert sko þú, … Þú ert sko stórkostlegur, það geislar af þér eins og af sjálfri sólinni.“  Svara grísirnir skjálfandi. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það hvaða barnabækur eru lesnar í leikskólum og  innihald þeirra sé ekki forvitnilegt rannsóknarefni. Að greina innihald t.d. með tilliti til birtingarmynd kyns og kímni.  Hvort tveggja […]

Hið faglega sjálf

Eftirfarandi færslu skrifaði ég og birti ég fyrir nokkrum árum á blogginu mínu. Ástæðan var að ég hafði fengið athugasemdir frá utanaðkomandi aðilum um skoðanir mínar, svo langt gekk það að ákveðinn aðili taldi sig þurfa að kvarta formlega við samstarfsfólk mitt og yfirmenn. Í framhaldi velt ég fyrir mér skoðunum mínum og hversu opinberar […]

Maria Montessori

Maria Montessori (1870 -1952) er ein af rissessunum í uppeldisfræðinni. Hún var ítölsk fædd 1870, fyrsta konan þar í landi til að ljúka prófi í læknisfræði (1896). Hún sinnti læknisstörfum m.a. á svonefndum “fávitaheimilum” fyrir börn. Þar veitti hún því eftirtekt að börn sem fengu einhverskonar minnstu örvun, vegnaði betur en öðrum börnum. Hún komst […]

Prestolee

Í Bretlandi rétt um fyrri heimstyrjöldina átti sér stað stórmerkileg tilraun í skólamálum. Hér má sjá stutt myndband frá skólanum Prestolee. Ég held að við getum lært  margt af því sem þarna kemur fram. Jafnframt má finna hér slóð á afar áhugaverða bók sem skrifuð var um skólastjórann, hún heitir The idiot teacher  

Einhverfa

Í leikskólum eru fjöldamörg börn með einhverfu. Starfsfólk leitar síflellt leiða til að finna efni sem getur hjálpað því að hjálpa börnunum. Á þessa síðu er ætlunin að safna saman tenglum á myndbönd og heimasíður sem ættu að geta nýst þeim sem áhuga hafa. Síðan er tileinkuð ungling í fjölskyldunni minni honum Spencer Þór. Children […]

Þöggun – ógn við lýðræði

Fyrir nokkrum árum átti ég i samræðu við leikskólakennara um stefnur og strauma og hvort t.d. ég mætti  eða gæti haft álit á stefnum sem af einhverjum ástæðum mér féllu ekki eða ég taldi ekki eftirsóknarverðar. Viðkomandi notaði að með þvi að hafa álit óhreinkaði ég og traðkaði á. Í framhaldið skrifaði ég þá hugleiðingu […]

Sumargjöf til barna – leikskólinn

Sumargjöf Sumardagurinn fyrsti er sérstakur dagur hjá þeim sem hafa málefni barna að áhugamáli eða jafnvel lífsstarfi. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1924 sem íslenskar konur stofnuðu Sumargjöf. Félagið sem byggði og rak fyrstu leikskólana. Í stofnskrá Sumargjafar segir m.a: „Að tilgangur félagsins sé að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna […]

Er leikurinn í hættu?

Samtíma fræðimenn hafa margir hverjir áhyggjur af leiknum í hinni stofnanavæddu veröld samtímans. Þar sem t.d. fjölmiðlar draga upp mynd af margvíslegum hættum sem bíða barna utan öryggi heimilisins og/eða innan veggja stofnana. Afleiðingin er að frelsi barna til leiks er skert. Dæmi um þetta sá ég t.d í heimsókn í leikskóla í Bandaríkjunum árið […]

Tengsl lista og leikskólastarfs

 Ítalski listamaðurinn Bruno Munari (1907 -1998) taldist til annarar kynslóðar framtíðarlistamanna á meðal samtíðarmanna, aðrir sáu í honum sterk tengsl við hugmyndafræði súrrealista. Hann var gjarnan kallaður Enfante terrible sinnar kynslóðar. Sá óþægi sem ekki fellur að rammanum, sá sem með list sinni að skilgreinir sig að hluta utan rammans. Hjá honum voru mörk listgreina […]

Könnunarleikur

Í mörgum leikskólum þar sem yngstu samborgararnir (1-2ja ára) dvelja er könnunarleikurinn vinsæl aðferð yngstu barnanna til að rannsaka umhverfi sitt. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að […]

Þátttökuaðlögun

Þátttökuaðlögunin byggist á þeirri hugmynd að börnin og foreldrarnir séu að læra að vera í leikskólanum, nái að kynnast honum saman, en ekki á að börnin séu að venjast því að vera aðskilin foreldrum sínum. Jafnframt að tími gefist fyrir leikskólakennara að kynnast barninu sem hluta af fjölskyldu og sem hluta af stærri barnahóp. Framkvæmdin […]

Byggingarleikir stelpna og stráka

Til er alveg frábær sænsk bók um byggingarleiki í leikskólum (Bygg og konstruktion i förskolan). Bókin er eftir leikskólakennara, hana Miu Mylesand sem starfar á Trollet í Kalmar. Mia kom hingað fyrir nokkrum árum og hélt erindi um efnið á vegum Háskólans á Akureyri. Bókin fjallar að hluta um það þegar gamli leikskóli barnanna Trollet […]

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar