Kristin Dýrfjörð

Sarpur höfundar

Læst: Hæglátt leikskólastarf = meiri vellíðan

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Undirbúningstímar í sænskum leikskólum fá falleinkun stéttarinnar

Skipulagning er undirstaða alls – án hennar verður ekki fagleg starfsemi

Læst: Um hæglátt leikskólastarf (upptaka fyrirlestur)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Kaffiheimsóknir foreldra í leikskóla

Það er ábyrgð þeirra sem starfa í leikskólum að skapa rými fyrir fjölbreytta samvinnu við foreldra og tryggja að það verði áfram hluti af leikskólamenningunni. Það má vera að breyttar aðstæður kalli á einhverskonar endurskoðun á framkvæmd, en samstarf þarf að vera einn lykilþátta. Að lokum langar mig að benda á að það er líka ábyrgð foreldra að vilja vera í samvinnu við leikskóla og forgangsraða tíma til þess

Leikskólakennarar verkafólk tilfinninga

Kennarar í leikskólum gegna einstöku hlutverki sem „verkafólk tilfinninga“ (e. emotional labour). Þetta hugtak, sem Vincent og Braun (2013) hafa rannsakað, lýsir þeirri kröfu að kennarar verði sífellt að stjórna og miðla tilfinningum sínum faglega. Tilfinningar eru ekki aðeins hluti af persónulegu lífi þeirra, heldur verða þær hluti af fagmennsku þeirra

Af hverju er menntun leikskólakennara minna metin en annarra kennara?

Til að breyta þessari stöðu þarf samfélagið að endurskoða gildi leikskólamenntunar og fagna því að uppeldi ungra barna er krefjandi og mikilvægt starf sem krefst bæði mikillar þekkingar og ástríðu. Leikskólakennarar eru vissulega umönnunaraðilar – umönnun þeirra byggist á faglegri þekkingu, þeir eru fagfólk sem vinnur að því að leggja grunn að framtíð samfélagsins.

Þess vegna skiptir fagfólkið í leikskólanum máli

Fagfólk í leikskólum vinnur á grundvelli rannsókna og kenninga sem styðja við leik, nám og velferð barna. Þetta er langt frá því að vera einfalt – það er flókið starf sem krefst þekkingar, innsæis og skuldbindingar.

Hversvegna skiptir máli að halda bókum að yngstu börnunum?

Á meðfylgjandi mynd er um árs gömul stelpa að skoða bók af miklum áhuga. Hún bendir, snýr blaðsíðum og virðist algjörlega upptekin af verkefninu. Myndin sýnir mikilvægi þess að halda bókum að börnum frá því þau eru nokkra mánaða gömul.

Hvað hefur Félag leikskólakennara gert fyrir leikskólakennara og leikskóla?

Í greininni skoða ég hvernig félagið, frá því að það breyttist aftur í stéttarfélag árið 1988, hefur haft áhrif á þróun leikskólans og hvernig það hefur tekist á við áskoranir, sérstaklega þær sem fylgja öldu nýfrjálshyggju  bæði hérlendis og erlendis og breyttum kröfum í samfélaginu til leikskólans.

Sjálfsprottinn og skapandi leikur með stafrænan efnivið í leikskólum

Niðurstöður sýna að þegar stafræn tækni er meðvitað og markvisst innleidd í leikskólaumhverfið getur hún auðgað leik barna, aukið sköpunargáfu þeirra og eflt hæfni til að leysa vandamál, án þess að draga úr gæðum sjálfsprottins leiks. Kennarar gegna lykilhlutverki í að skapa umhverfi þar sem börn fá rými til að leika sér á eigin forsendum. Greinin undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli nýrrar tækni og hefðbundinna aðferða og gefur innsýn í hvernig hægt er að skapa námsumhverfi sem tekur tillit til tæknilegrar þróunar samtímans.

Að þora út í óvissuna (Uppeldisfræðileg skráning)

Þegar leikskólakennara gera uppeldisfræðilegar skráningar þurfa myndirnar að sýna sögu, segja eitthvað. Málið snýst ekki endilega um margar myndir, en vel valdar myndir. Hér er skráning skoðuð frá m.a. kenningum um tengslamyndun barna, sérstaklega skoða hugtakið örugg höfn.

Mitt barn, mínar reglur

Ég var ekkert að pæla sérstaklega í þeim og tók ekkert eftir að þeim færi neitt á milli, fyrr en ég heyrði hávaða smell, mamman gaf dóttir sinni svo harkalega utan undir að kinninn á barninu varð eldrauð. Mér auðvitað brá og sagði að þetta mætti hún ekki. Skiptu þér ekki af því sem kemur þér ekki við, „mitt barn mínar reglur” var svarið sem ég fékk.

Undur leiksins: Hvernig einfaldir hlutir geta getað örvað þroska

Ímyndunarafl barna, eins og sést í leik Thelmu, er ekki afþreying, heldur er undirstaða náms og þroska. Í leiknum er hún að prófa sig áfram með hvernig hlutir vinna saman, þróa hugmyndir og prófa nýjar lausnir. Með því að hafa frjálsan aðgang að fjölbreyttum efniviði, hefur hún tækifæri til að kanna, uppgötva, og læra af eigin reynslu.

Kenningarleg sjónarhorn í leikskólafræðum, Barad og ný- efnishyggja

Karen Barad um gagnvirk áhrif efnis, umhverfis og barns. Þar sem megináherslan er jarðleir, ákvað ég að taka út umfjöllun um kenningar Barad um hugtakið bylgjubogun í tenglsum við leikskólafræði. Það tengist umfjöllun um það sem hefur stundum verið nefnt ný-efnishyggja (e. new- materialism) og hefur verið nokkuð til umfjöllunar innan leikskólafræða. Hins vegar fannst mér leitt að missa út Barad og ákvað því að búa til sérstakan fyrirlestur um hvernig hægt er að tengja kenningu hennar við leikskólastarf og kannski ég tengi hann líka við ný-efnishyggjuna og hvernig hún gæti birst í leikskólastarfi.

Læst: Jarðleir og leikskólastarf (KD fyrirlestur, myndband)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

„Glíman við offitu barna: Breytingar á hegðun til að takast á við lýðheilsu krísu í Bretlandi“

22,7% barna á aldrinum 10-11 ára í Englandi bjuggu við offitu á árunum 2022-23, samkvæmt rannsóknum frá National Institute for Health and Care Research og Háskólanum í Southampton. Á meðan og í kjölfar  Covid-19 faraldursins varð aukningu á barnaoffitu um allt Bretland, þar sem skólalokanir og sóttkví leiddu til minni líkamlegrar virkni, skjátími jókst og matvælaöruggi barna versnaði.

Sumargjöf 100 ára

Í dag 11. apríl 2024 eru slétt hundrað ár síðan konur komu saman í húsakynnum Óskabarns þjóðarinnar, Eimskipafélagshúsinu til að ræða um stofuna samtaka um málefni barna þeim til velfarnaðar. Ég er að tala um Sumargjöf sem var síðan stofnað formlega í sama húsi þann 22. apríl 1924. Það vill svo til að undafarna daga […]

Merkingabærar samræður skipta mestu fyrir málþroska barna, ný alþjóðleg rannsókn

Það sem skiptir máli er þátttaka í samtalinu. Í því samhengi má auðvitað velta fyrir sér hvort að t.d. mjög fjölmennar samverustundir bjóði upp á slíkt fyrir öll börn. Það má líka velta fyrir sér hvernig samtölum með raunverulegri þátttöku barna reiðir af í fimm ára bekkjum sem nú eru í umræðunni á meðal sums stjórnmálafólks. Þar sem iðulega er lögð áhersla á meira akademiskt nám fyrir börn og minni leik. En hér kemur greinin.

Þegar matvæli eru notuð í leik og skapandi starf

Það hefur lengi truflað mig að sjá matvæli notuð sem leikefni í leikskólum. Ég hef rætt þetta í tímum við nema aðallega út frá siðferðilegu hliðinni. En sennileg hef ég ekki skrifað mikið. Árið 1994 var ég svo heppin að vera í Chicago í nokkra mánuði við nám og störf, þar heimótti ég meðal annars leikskóla í fátækrahverfi. Á þessum tíma voru hrísgrjónaker vinsæl í mörgum leikskólum, m.a. til að vinna með fjölþætta skynjun.

20 ár með 6 ára börn í grunnskólanum: Hvað hefur gerst?

Nám í gegnum leik er þeim börnum sem þola minni kyrrsetur og þurfa meiri hreyfingu mikilvægt. En öll börnin munu upplifa leik- og námstíma sem hvatningu til skólastarfsins. Hlutverkaleikurinn býður líka upp á tækifæri fyrir þá sem nú þegar geta lesið og skrifað til að þróa þá getu áfram í leik.

Læst: Einelti leikskólabarna (KD myndband fyrirlestur)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Afleiðingar ofþyngdar barna

Þó svo að þessar niðurstöður séu danskar er fátt sem bendir til að sama eigi ekki við hér. Það er lýðheilsumál að vinna með offitu barna, vegna þeirra eigin þroska og möguleika í framtíðinni. Það á ekkert barn að þurfa að vera á hliðarlínunni í lífinu, ekki að þora að mæta í skóla t.d. vegna eineltis sem það verður fyrir. Það á ekki að hafa áhrif á val þeirra um menntun og starfsvettvang.

Matur sem minningar  

Einhver sem hefur það í  uppeldi sínu að matartímar eigi að snúast um að koma mat af disk í munn á sem skemmstum tíma, gæti álitið að þetta sé eina leiðin, ég er hins vegar nokkuð viss um að fræðin telji slíka matartíma ekki vera þá sem við ættum að styðja og vinna að

Læst: Dagur leikskólans 2024 Matur og matarmenning (myndband)

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Matur og matarmenning

Það eru tengsl á milli þess að matarvenjur hafa þróast og þess hvernig holdafar okkar jarðarbúa hefur breyst. Við stöndum t.d. frammi fyrir gríðarlegri aukningu á ofþyngd. Ekki bara á meðal fullorðinna, heldur líka á meðal barna. Og fleiri börn greinast með sjúklega ofþyngd en nokkrum sinnum áður.

Kubbatiltekt

Það felast dýrmæt námstækifæri við kubbatiltektina – tækifæri sem eru mikilvægur hluti af leik og lífleikni barna.

Hvernig námstækifæri felast í leik með einingakubba

Einingakubbar eru öflug námstæki sem stuðla að vitrænum, félagslegum, tilfinningalegum og líkamlegum þroska ungra barna. Þeir koma í ýmsu stærðum og eru alla vega í laginu. En á bak við þá er kerfi, kubbarnir eru stærðfræðilega hannaðir til að gagna upp, ekki ólíkt og legókubbar seinna.

Ljósheimar Aðalþings

Ljósheimavefurinn er í mínum huga skemmtilegur vitnisburður um upphaf leikskólastarfsins í Aðalþingi, starfs sem hefur síðan þróast gríðarlega. Hann sýnir líka að leikskólastarf er ekki einn fasti, heldur síbreytilegt og tekur mið af því fólki, bæði fullorðnum og börnum sem er þar á hverjum tíma.

Dundað í vísindasmiðju

Á svæðið kom nokkur hundruð manns, og ég átti erfitt með að vera alltaf búin að raða og flokka efniviðinn, þó svo að ég hafi gert mitt besta, hann rann saman á milli svæða, undir húsgögn og um allt gólf. Eins og gerist þar sem tugir barna koma saman í leik.

Læst: Empowering children through mealtimes 

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Erfiðu samtölin

Í leikskólanum eru sum samtöl við foreldra erfiðari en önnur. Ástæður eru af ýmsum toga, það getur verið vegna þess að leikskólakennari telur að barni líði ekki vel, eitthvað sé í gangi í barnahópnum, áhyggjur séu af þroska barns og svo framvegis. Það getur líka verið að foreldrar óski eftir samtali. Stundum eru það minni háttar mál sem fólki finnst erfitt að ræða, en stundum eru samtölin þess eðlis að þau geta valdið breytingum á lífi barna.

Minn ætlar að … – mikilvægi sjálftals

Börn yfirfæra á eigin gjörðir félagslega, menningarlega og hugræna reynslu sem það aflar sér í samtölum við þá sem eru í umhverfinu með því að vinna með þær upplýsingar í samtali við sjálf sig (sjálftalið). Í þessu samtali sem barnið á við sig, þá skoðar það hluti frá sjónarhornum annarra, mátar svör sín og reynslu og þróar í leiðinni bæði heilann og hugarstarfsemi. En það er ekki bara hlutverk foreldra að hjálpa barninu til þroska. Samskonar ferli þarf að eiga sér stað í leikskólanum til að styrkja og styðja við sjálftal barna. En þá getur einhver spurt hvers vegna er sjálftal mikilvægt?

Foreldrasamtöl – undirbúningur og framkvæmd

Til að undirbúa okkur, ákváðum við að taka einn starfsmannafund í foreldrasamtöl. Við bjuggum til litlar sögur um alla vega foreldra, áhyggjufulla, glaða, ég nenni ekki að vera hérna og svo framvegis og alla vega leikskólakennara. Fyrst lékum við ég og aðstoðarleikskólastjórinn eitt eða tvö samtöl. Við skiptumst á á vera foreldri og leikskólakennari. Síðan tók starfsfólkið við.

Foreldrasamtöl – almennt

Hver tegund foreldrasamsamtals þjónar mismunandi tilgangi, en allar tegundir hafa það sem markmið að gera líf barnsins betra innan og utan leikskólans. Eins og sýnt er hér að neðan eru markmið foreldra og leikskólans gjarnan ólík. Leikskólinn hugsa út frá þörfum barnsins bæði einstaklingslega og sem hluti af barnahópnum. Á meðan foreldrar hugsa fyrst of fremst um sitt eigið barn. Samtölum er ætlað að skapa sameiginlega mynd, til að styrkja og styðja barnið.

Að skapa leikheima með börnum

og viðurkenna mismunandi kveikjur í leik Ég er að lesa skemmtilega bók um sögur í leikjum barna. Einn kaflinn fjallar um mikilvægi þess að viðurkenna ofurhetjur í leik, sem iðulega sést meira í leik stráka en stelpna. Höfundur sagðist hafa ákveðið í stað þess að reyna alltaf að brjóta upp þessa tegund leikja tók hún […]


Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 83

Warning: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/virtual/laupur.is/htdocs/wp-content/themes/wp-creativix/scripts/wp-pagenavi.php on line 86

Kristín Dýrfjörð er eigandi og ábyrgðarmaður síðunnar